Að vísa til Stjórnartíðinda skv. íslenskri aðlögun

Íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli (bls. 4, kafli 3.1 í Oscola íslensk aðlögun):

Vísa skal til laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eftir heiti þeirra og stjórnartíðindanúmeri. Ekki þarf að tilgreina sérstaklega hvort um A- eða B-deild Stjórnartíðinda er að ræða.

 

Grunnþættir tilvísana í lög og reglugerðir:

Heiti laga | númer

Heiti reglugerðar | númer

Heiti reglna | númer

 

Þjóðaréttarsamningur í C-deild Stjórnartíðinda (bls. 9-10 í Oscola íslensk aðlögun):

Grunnþættir tilvísunar í sáttmála:

Fullt nafn sáttmála | (samþykktur dagsetning, | tók gildi dagsetning) | Stjtíð. C, | númer


Dæmi um tilvísanir til Stjórnartíðinda:

 

Lög í A-deild Stjórnartíðinda: 

Lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.

 

Auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda:

Auglýsing um mannvirki og fjarskiptakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Varnarmálastofnun ber ábyrgð á nr. 610/2008.

 

Þjóðaréttarsamningur í C-deild Stjórnartíðinda:

Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 3. september 1981) Stjtíð. C, 5/1985.

Uppfært 23. feb 2017


Var efnið hjálplegt? Nei