Opinn aðgangur

Vika opins aðgangs (Open Access Week)

Bókasafnið tekur þátt í árlegri viku opins aðgangs (Open Access Week) sem er dagana 23. - 29. október.  Þemað í ár er "Open in order to... " eða á íslensku "Opið til þess að... " og er þemað boð til að svara spurningunni um kosti og ávinning þess að birta fræðilegt efni í opnum aðgangi.

Screen-Shot-2017-10-23-at-09.14.19
  • Opinn aðgangur (e. open access) er opinn, ókeypis aðgangur að heildartexta fræðigreina og öðru fræðilegu efni s.s. rannsóknargögnum og skýrslum á Internetinu.
  • Leyfilegt er að lesa og nota efnið, dreifa og afrita, með því skilyrði að vitnað sé rétt til höfundar.
  • Birting í opnum aðgangi er í sumum tilfellum val en kröfur um birtingu rannsókna í opnum aðgangi aukast jafnt og þétt.

Í Stefnu Háskólans í Reykjavík um opinn aðgang, sem samþykkt var í framkvæmdastjórn þann 13. nóvember 2014, eru starfsmenn HR hvattir til að birta afurðir vísindastarfa sinna í opnum aðgangi.

Tvær leiðir eru helstar þegar birta á í opnum aðgangi; gullna leiðin og græna leiðin.

  • Gullna leiðin er birting í tímaritum í opnum aðgangi og hefur hún yfirleitt í för með sér kostnað sem fellur á höfund eða stofnun hans. 
  • Græna leiðin felur í sér samhliða birtingu í tímariti og vistun í varðveislusafni stofnunar eða fræðilegu varðveislusafni (t.d. Skemman, Hirslan, arXiv.org, PubMed). Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra útgefenda og tímarita eru aðgengilegar á SherpaRomeo.

https://youtu.be/0GbXjWLKqG0  • Opin vísindi - íslenskt varðveislusafn fyrir vísindaleg gögn, s.s. ritrýndar fræðigreinar, í opnum aðgangi sem allir íslensku háskólarnir eiga aðild að, þ.e. gögn birt á Íslandi eða erlendis eftir starfsfólk íslenskra háskóla og rannsóknastofnana eða með þátttöku þeirra
  • OpenAIRE er netgátt og varðveislusafn fyrir afurðir rannsókna sem kostaðar eru af Evrópusambandinu- safn greina og hrágagna, upplýsingar um vísindamenn og kennitölur fræðimanna, styrki og rannsóknastofnanir
  • OpenDOAR yfirlit yfir opin fræðileg varðveislusöfn
  • ORCiD - umsókn um og leit að kennitölu fræðimanns
Creative Commons - safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverk sín og leyfa þannig notkun verka sinna svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir                                                                                    


Ýmislegt um opinn aðgang

Var efnið hjálplegt? Nei