Opinn aðgangur

Vika opins aðgangs (Open Access Week)

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í árlegri viku opins aðgangs (Open Access Week) sem er dagana 21. - 27. október 2019.  Þemað í ár er "Open for whom? Equity in Open Knowledge" eða „Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin“. 

Á tímum umbreytinga í átt að opinni þekkingu fyrir alla er mikilvægt að spyrja: Hver hefur aðgang? Hvaða hagsmunir eiga að vera hafðir að leiðarljósi og hvernig tryggjum við jafnan aðgang allra að vísindaheiminum? Þessar spurningar og svör þeirra munu skipta sköpum í vegferð okkar í átt að opnu sanngjörnu kerfi til að miðla þekkingu, auka jafnrétti og koma í veg fyrir þann mismun sem hefur verið við lýði í vísindaheiminum. Tími samtala um opinn aðgang er liðinn, tími sameiginlegra aðgerða er runninn upp.

Vika um opinn aðgang er samstarfsverkefni háskólabókasafna á Íslandi en verkefnið er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu um fjármögnun og birtingu rannsókna.

Heimildamynd um opinn aðgang: Paywall - The Business of Scholarship. Jason Schmitt, framleiðandi og leikstjóri myndarinnar er prófessor við Clackson University í Potsdam, NY.

OpenAIRE og FOSTERS eru með röð af myndböndum og fræðslu í tilefni vikunnar.

Vika opins aðgangs 2019

Háskólinn í Reykjavík er með stefnu um opinn aðgang.

Opinn aðgangur (e. open access) er frjáls aðgangur almennings að heildartexta útgefinna rannsókna sem búið er að greiða fyrir með almannafé og á því með réttu að vera hægt að lesa án þess að greiða fyrir aftur.   

Þegar birta á í opnum aðgangi er ýmsar leiðir í boði. Græna leiðin (e. Green open access) er vel þekkt en hún leyfir samhliða birtingu í tímariti og opnum aðgangi í varðveislusafni (t.d. Opin vísindi, Hirslan). Ef samningar leyfa er útgefna greinin vistuð í varðveislusafni (e. publisher's print), ef ekki er ritrýnt lokahandrit (e. post print) eða óritrýnd lokagerð handrits (e. pre-print) vistað.

Upplýsingar um útgáfustefnu tímarita og hvaða útgáfu má vista í varðveislusöfnum má finna hjá SherpaRomeo

Fjallað er nánar um meginleiðir til að birta í opnum aðgangi á vef Opins aðgangs

Tenglar:

  • Opin vísindi - íslenskt varðveislusafn fyrir vísindaleg gögn, s.s. ritrýndar fræðigreinar í opnum aðgangi sem allir íslensku háskólarnir eiga aðild að, þ.e. gögn birt á Íslandi eða erlendis eftir starfsfólk íslenskra háskóla og rannsóknastofnana eða með þátttöku þeirra

  • OpenAIRE er netgátt og varðveislusafn fyrir afurðir rannsókna sem kostaðar eru af Evrópusambandinu- safn greina og hrágagna, upplýsingar um vísindamenn og kennitölur fræðimanna, styrki og rannsóknastofnanir

  • OpenDOAR yfirlit yfir opin fræðileg varðveislusöfn

  • ORCiD - umsókn um og leit að auðkenni fræðimanns                                                                                


Ýmislegt um opinn aðgang


Var efnið hjálplegt? Nei