Opinn aðgangur

Vika opins aðgangs (Open Access Week)

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í árlegri viku opins aðgangs (Open Access Week) sem er dagana 19. - 25. október 2020.  Þemað í ár er "Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion" eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni“.

2020-OAW-01-Banner-986x310-ENGLISHEins og staðan í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármangi og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Á þessum fordæmalaus tímum kemur bersýnilega í ljós hve nauðsynlegt er að hafa óheftan aðgang að þekkingu til leysa þau gríðarstóru vandmál sem við heiminum blasa.

Mörg útgáfufyrirtæki hafa opnað tímabundið fyrir aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sem birtast í tímaritum á þeirra vegum. En þegar búið verður að finna bóluefni gegn veirunni miklu á að skella í lás aftur. Opinn aðgangur er öflugt tæki til að byggja upp sanngjarnara kerfi til að miðla þekkingu. Endurhugsun á rannsóknarstarfi þar sem allt er opið og aðgengilegt er tækifæri til að reisa grunn sem er í grundvallaratriðum sanngjarnari en nú er.

Háskólabókasöfn á Íslandi hafa tekið höndum saman og ætla að standa saman að fræðslu um opinn aðgang í vikunni í ár. Fylgist með 19. -25. október.

Vika um opinn aðgang er samstarfsverkefni háskólabókasafna á Íslandi en verkefnið er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu um fjármögnun og birtingu rannsókna.

Jack E. James, prófessor við sálfræðideild HR, hefur rannsakað opinn aðgang undanfarin ár,en vegna kvaða útgefenda eru rannsóknir hans gjarnan læstar kollegum hans og almennum borgurum sem ekki kaupa sérstaklega aðgang. Rannsóknin fór þó fram innan háskólasamfélags sem er á fjárlögum ríkisins við að auka þekkingu samfélagsins alls. Þetta veldur mörgum innan háskólasamfélaga heimsins miklu hugarangri enda er fyrirkomulag birtinga rannsókna almennt talið galið fyrirkomulag í dag.

En til er fólk sem gengur lengra en að hafa áhyggjur og gerir gott betur með því að sýna fram á ósanngirni stöðunnar með einhverskonar gjörningi. Dæmi um slíka manneskju er Alexandra Elbakyan sem heldur úti einu mest notaða gagnasafni í heimi, Sci-Hub sem kemur einmitt mikið við sögu í rannsókn Jack James þar sem hann fjallar m.a. um þá siðferðilegu togstreitu sem á sér stað við að nota aðgang að því gríðarlega magni af rannsóknum sem veitt er inn á Sci-Hub daglega og hefur þannig ómæld og ómetin áhrif á framgang vísinda um heim allan:

„Assuming, then, that the centuries-old ideal of maximizing access to scientific knowledge is in the public interest, the principle of fairness provides justification for consumers of scientific knowledge to consider the current state of academic publishing and to take stock of implied moral imperatives. Only then is each individual ethically equipped to decide what action, if any, is required to challenge current barriers to access. Some, even while believing that copyright transfer and access paywalls are unethical, may conclude that use of pirate OA, with its attendant contestable legality and morality, is not justified. Others, however, may take the opposite view, concluding that use of pirate OA is not merely justifiable as a form of civil disobedience but a moral imperative. In that instance, the act of civil disobedience is not aimed at breaching cyber security law or copyright law per se. Rather, electronic civil disobedience in that instance is an act of protest against perceived unfairness in current publishing arrangements that permit (indeed, encourage) transfer of copyright of public scientific knowledge to be monetized for profit.“

James, J. E. (2020). Pirate open access as electronic civil disobedience: Is it ethical to breach the paywalls of monetized academic publishing? Journal of the Association for Information Science and Technology, 1-5. https://doi.org/10.1002/asi.24351

Heimildamynd um opinn aðgang: Paywall - The Business of Scholarship. Jason Schmitt, framleiðandi og leikstjóri myndarinnar er prófessor við Clackson University í Potsdam, NY.

Háskólinn í Reykjavík er með stefnu um opinn aðgang.

Opinn aðgangur (e. open access) er frjáls aðgangur almennings að heildartexta útgefinna rannsókna sem búið er að greiða fyrir með almannafé og á því með réttu að vera hægt að lesa án þess að greiða fyrir aftur.   

Þegar birta á í opnum aðgangi er ýmsar leiðir í boði. Græna leiðin (e. Green open access) er vel þekkt en hún leyfir samhliða birtingu í tímariti og opnum aðgangi í varðveislusafni (t.d. Opin vísindi, Hirslan). Ef samningar leyfa er útgefna greinin vistuð í varðveislusafni (e. publisher's print), ef ekki er ritrýnt lokahandrit (e. post print) eða óritrýnd lokagerð handrits (e. pre-print) vistað.

Upplýsingar um útgáfustefnu tímarita og hvaða útgáfu má vista í varðveislusöfnum má finna hjá SherpaRomeo

Fjallað er nánar um meginleiðir til að birta í opnum aðgangi á vef Opins aðgangs

Tenglar:

  • Opin vísindi - íslenskt varðveislusafn fyrir vísindaleg gögn, s.s. ritrýndar fræðigreinar í opnum aðgangi sem allir íslensku háskólarnir eiga aðild að, þ.e. gögn birt á Íslandi eða erlendis eftir starfsfólk íslenskra háskóla og rannsóknastofnana eða með þátttöku þeirra

  • OpenAIRE er netgátt og varðveislusafn fyrir afurðir rannsókna sem kostaðar eru af Evrópusambandinu- safn greina og hrágagna, upplýsingar um vísindamenn og kennitölur fræðimanna, styrki og rannsóknastofnanir

  • OpenDOAR yfirlit yfir opin fræðileg varðveislusöfn

  • ORCiD - umsókn um og leit að auðkenni fræðimanns                                                                                


Ýmislegt um opinn aðgang


Var efnið hjálplegt? Nei