Opinn aðgangur

Vika opins aðgangs (Open Access Week)

Bókasafnið tekur þátt í árlegri viku opins aðgangs (Open Access Week) sem er dagana 22. - 28. október 2018.  Þemað í ár er "Designing Equitable Foundations for Open Knowledge" eða „Mótun sanngjarns grundvallar fyrir opin aðgang“.

Þema ársins endurspeglar þau umskipti sem nú eiga sér stað í fræðasamfélaginu. Ríkisstjórnir, styrkveitendur, háskólar, útgefendur og rannsakendur eru í auknum mæli að setja sér stefnu og verklag um opin aðgang en framkvæmdin er enn ómarkviss. Þegar opin aðgangur verður sjálfgefin þurfa allir hagsmunaðilar að koma markvisst að hönnun þessarra opnu kerfa til að tryggja óhindraðan og sanngjarnan aðgang sem þjónar þörfum allra í okkar dreifða hnattræna samfélagi. Vika opins aðgangs býður öllum áhugasömum hagsmunaaðilum að taka þátt í að móta og þróa þetta mikilvæga verkefni.

Vika um opinn aðgang er samstarfsverkefni háskólabókasafna á Íslandi en verkefnið er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu um fjármögnun og birtingu rannsókna.

Mánudaginn 22. október verður sýnd ný heimildamynd um opinn aðgang Í HR: Paywall - The Business of Scholarship. Myndin verður sýnd í V101 frá 14:30 - 15:30. Sýningin er öllum opin, engin aðgangseyrir.

OpenAIRE og FOSTERS eru með röð af myndböndum og fræðslu í tilefni vikunnar.

OA-Week-2018-Post-Twitter

Háskólinn í Reykjavík er með stefnu um opinn aðgang.

Opinn aðgangur (e. open access) er frjáls aðgangur almennings að heildartexta útgefinna rannsókna sem búið er að greiða fyrir með almannafé og á því með réttu að vera hægt að lesa án þess að greiða fyrir aftur.   


Tvær leiðir eru helstar þegar birta á í opnum aðgangi; gullna leiðin og græna leiðin.

  • Gullna leiðin er birting í tímaritum í opnum aðgangi og hefur hún yfirleitt í för með sér kostnað sem fellur á höfund eða stofnun hans. 

  • Græna leiðin felur í sér samhliða birtingu í tímariti og vistun í varðveislusafni stofnunar eða fræðilegu varðveislusafni (t.d. Skemman, Hirslan, arXiv.org, PubMed). Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra útgefenda og tímarita eru aðgengilegar á SherpaRomeo.


Tenglar:

  • Opin vísindi - íslenskt varðveislusafn fyrir vísindaleg gögn, s.s. ritrýndar fræðigreinar, í opnum aðgangi sem allir íslensku háskólarnir eiga aðild að, þ.e. gögn birt á Íslandi eða erlendis eftir starfsfólk íslenskra háskóla og rannsóknastofnana eða með þátttöku þeirra

  • OpenAIRE er netgátt og varðveislusafn fyrir afurðir rannsókna sem kostaðar eru af Evrópusambandinu- safn greina og hrágagna, upplýsingar um vísindamenn og kennitölur fræðimanna, styrki og rannsóknastofnanir

  • OpenDOAR yfirlit yfir opin fræðileg varðveislusöfn

  • ORCiD - umsókn um og leit að kennitölu fræðimanns                                                                                


Ýmislegt um opinn aðgang


Var efnið hjálplegt? Nei