Reglur bókasafnsins

| - Þjónusta BUHR er einkum ætluð nemendum, kennurum og öðru starfsfólki HR
- Gestir eru beðnir að sýna öðrum safngestum tillitssemi og virðingu
og leggja sitt af mörkum til að hægt sé að vinna í ró og næði á
bókasafninu
- Grænu svæðin: eru fyrir utan safnið. Þar er leyfilegt að taka símtöl, spjalla um daginn og veginn og borða mat.
- Gulu svæðin: gott næði og vinnufriður, hópavinna með samtölum í lágum hljóðum. Snarl og drykkir með loki leyfðir. Símar á silent og notið heyrnatól. Gætið að ekki heyrist hátt hljóð út um heyrnatólin.
- Rauðu svæðin: þar skal ríkja algjört næði. Engin samtöl og enginn matur leyfður. Drykkir skulu hafa lok. Símar á silent og notið heyrnatól. Gætið að ekkert hljóð heyrist út um heyrnatólin.
- Sérstök athygli er vakin á því að bannað er að tala í farsíma á bókasafninu
-
Heimilt er að vera með ávexti og sælgæti á bókasafninu á grænum og gulum svæðum. Annar matur
er ekki leyfilegur. Heimilt er að vera með drykki í íláti með loki
- Gestum er heimilt að nota tölvur í lesrými svo lengi sem hljóð frá þeim valda öðrum gestum ekki ónæði
-
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er heimilt að taka frá lesborð á bókasafni
-
Standi lesborð ónotað í klukkustund eða lengur er starfsfólki heimilt að rýma borðið
- Allar bækur og önnur gögn sem farið er með út af bókasafninu þarf að fá lánuð í afgreiðslunni
- Gestir eru hvattir til að ganga vel um bókasafnið og kynna sér og virða almennar umgengnisreglur Háskólans í Reykjavík
|
Reglur á safninu
Var efnið hjálplegt?
Já
Nei