Þjónusta

Bókasafn HR býður viðskiptavinum sínum alla almenna bókasafns- og upplýsingaþjónustu, s.s. útlán, millisafnalán og upplýsingaleitir, auk sértækari þjónustu. Árvekniþjónusta er mikilvægur liður í starfseminni, en henni er ætlað að auðvelda viðskiptavinum að fylgjast með því sem er efst á baugi á sérfræðisviði viðkomandi. Má þar nefna upplýsingar um nýtt efni hjá bókasafninu og aðstoð við uppsetningu geymsluleita í gagnasöfnum. Þjónusta safnsins er einkum ætlum nemendum og starfsmönnum HR. Öllum er þó velkomið að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og nýta sér aðstöðuna, þjónustuna og safnkostinn þar.

Upplýsingaþjónusta
Alla virka daga er upplýsingafræðingur á vakt til að aðstoða við heimildaleit, heimildaskráningu og Zotero. Einnig er hægt að panta tíma hjá upplýsingafræðingum með Noona appinu eða í vefbókunarforminu.

Hringdu í síma 599 6234

Sendu tölvupóst á bokasafn@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei