Fyrir doktorsnema

Upplýsingar um efni á fræðasviði og heimildaleitir.

Upplýsingafræðingar sem sinna ráðgjöf hjá BUHR búa yfir þekkingu á því efni sem til er á bókasafninu á öllum fræðasviðum háskólans. Þeir geta upplýst um hvað er í boði og hvar það er að finna og þannig auðveldað heimildaleit. Einnig geta þeir aðstoðað við að hafa uppá frumheimildum, ráðstefnuritum og skýrslum.
 
Upplýsingar vegna heimildavinnu.
Upplýsingafræðingar hafa tekið saman greinargóðar leiðbeiningar um helstu stílsnið sem notuð eru við verkefnavinnu: APA, IEEE, OSCOLA. Einnig leiðbeina þeir um notkun heimildaskráningarforrita, einkum Zotero, og ritstuldarvörnina Turn-it In. Frekari upplýsingar er að fá hjá Rögnu Björk Kristjánsdóttur upplýsingafræðingi sem hefur umsjón með fræðslu og kynningum á Turn-it-In.

Við getum líka:

Upplýsingafræðingar mæla með Phd on track þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar fyrir doktorsnema. Vefurinn er samstarfsverkefni norskra og danskra háskóla.
 

Hafðu samband við upplýsingafræðing þinnar deildar og bókaðu tíma í upplýsingaráðgjöf.

                                                                                                                                                                     (uppfært 6. des 2016)


Var efnið hjálplegt? Nei