Fyrir nemendur

Bókasafnið er vinnustaður nemenda og þekkingarveita. Bókasafnið býður aðgang að bókum, fræðigreinum o.fl. sem nemendur þurfa á að halda á meðan á háskólanámi stendur. Bókasafnið er staður til að heimsækja en einnig er hægt að nota rafrænar upplýsingar og sækja sér margvíslega aðstoð og upplýsingar á vef safnsins, hvort sem verið er að vinna innan eða utan háskólasvæðisins. Upplýsingafræðingar veita fjölbreytta þjónustu. Þeir eru með opna tíma í heimildaborði safnsins (á móti afgreiðslunni) . Hægt er að bóka viðtalstíma hjá upplýsingafræðingi þar sem nemendur geta fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu auk þess sem spjallhjálp er í boði fyrir alla nemendur háskólans. Sjá þjónustu við doktorsnema.

Kennslubókasafn geymir eintök af kennslubókum yfirstandandi annar. Kennslubókasafnið er staðsett í afgreiðslu bókasafnsins og er hægt að fá lánaðar bækur úr því til afnota á í skólanum í dagslán. Þar er einnig að finna ítarefni í námskeiðum samkvæmt beiðni frá kennurum.   Á bókasafninu stendur nemendum til boða fjölbreytt vinnuaðstaða, lesstofur þar sem næði ríkir, lesaðstaða á safninu sjálfu, hópvinnuborð og hópvinnuherbergi. Á bókasafninu eru tölvur, öflugir prentarar, ljósritunarvélar og skannar til afnota fyrir nemendur.

Hægt er að leita að lokaritgerðum nemenda útskrifaðra frá HR í:

  • Leitir.is er að finna upplýsingar um allar lokaritgerðir sem skrifaðar hafa verið við Háskólann í Reykjavík og forvera hans, Viðskiptaháskólann og Tækniháskóla Íslands frá 2002.
  • Skemman er rafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla. Þarna er að finna rafræn eintök af flestum lokaritgerðum sem skrifaðar hafa verið við HR frá og með 2010. Nemendur eru hvattir til að hafa ritgerðir sínar opnar svo oft er hægt að lesa allan texta ritgerðanna í Skemmunni.

Samkvæmt reglum um skil á lokaritgerðum og lokaverkefnum er nemendum skylt að skila eintaki af lokaritgerð í Skemmu. Bókasafnið hefur útbúið leiðbeiningar um skil á lokaverkefnum í Skemmuna.

Bókasafnið er hér fyrir ykkur - gangið vel um það og virðið safnkostinn/heimildirnar sem þið deilið með samnemendum ykkar.


Var efnið hjálplegt? Nei