Zotero námskeið
Ertu að drukkna í heimildum? Er Zotero lausnin? Zotero er ókeypis forrit sem heldur utan um heimildirnar þínar og hjálpar til við að setja inn tilvísanir í texta og býr svo til heimildaskrá. Zotero sparar þér tíma og vinnu við ritgerðaskrif. Nánari upplýsingar um Zotero
Ekki er nauðsynlegt að nemendur séu búnir að setja upp forritið (
sjá leiðbeiningar ) áður en námskeiðið hefst en það er byrjað á að fara í uppsetninguna. Kennt verður fyrst og fremst á Zotero í Chrome en forritið virkar best í þeim vafra og við mælum með honum. Firefox virkar álíka vel. Safari er með smá vesen.
Námskeiðið er haldið í mismunandi stofum skólans. Sjá sérstaklega auglýst kennslustofu.
Talið við Rögnu vegna frekari upplýsinga um námskeiðið.