Rafrænar greinar á kennsluvefi námskeiða

Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja tileinka sér upplýsingatæknina í kennslu og bjóða nemendum að sækja efni á rafrænu formi beint á vef námskeiðs á kennsluvefnum í Canvas. Ólíkar reglur og aðferðir gilda um íslenskt efni annars vegar og erlent efni hins vegar.

Íslenskt efni
Þegar vísað er í íslenskt efni skal það gert skv. samningi Háskólans í Reykjavík við Fjölís. Þá eru bókakaflar og greinar skannaðir, vistaðir sem skjöl (PDF) og það afrit sett inn á kennsluvefi einstakra námskeiða. Þegar námskeiðinu lýkur, lýkur notkunartíma þess afrits.

Erlent efni
Þegar vísað er í erlendar fræðigreinar skal setja tengil á þær í því gagnasafni sem greinarnar er að finna. Engir samningar eru fyrir hendi um stafræna endurgerð greina, bóka/bókahluta eða skýrlsna. Leiðbeiningar um hvernig skal miðla rafrænum greinum til nemenda.


Var efnið hjálplegt? Nei