Þjónusta við rannsóknir

Upplýsingafræðingar BUHR eru sérfræðingar í safnkosti bókasafnsins og hvernig hann getur nýst fræðasviðum háskólans. Þeir geta upplýst um hvaða efni er í boði og hvar það er að finna og þannig flýtt fyrir heimildaleit.

Einnig geta þeir aðstoðað við að hafa uppá frumheimildum, ráðstefnuritum, skýrslum o.fl. og veitt margvíslega hagnýta aðstoð. 


Þjónusta

Upplýsingafræðingar BUHR

 • Veita hagnýtar upplýsingar um heimildaskráningarforritið Zotero 
 • Veita hagnýtar upplýsingar um helstu stílsnið sem notuð eru; APAIEEE og OSCOLA
 • Leita að heimildum samkvæmt beiðni. Sendið okkur beiðni um upplýsingaleit
 • Finna réttar upplýsingar um tilteknar heimildir fyrir heimildaskrár
 • Aðstoða við að finna áhrifastuðla tímarita og höfunda
 • Veita upplýsingar um stefnu einstakra tímarita varðandi opinn aðgang 
 • Aðstoða við vöktun upplýsinga sem tengjast ákveðnu viðfangsefni
 • Útvega efni frá öðrum bókasöfnum: Greina- og bókapantanir, millisafnalán
 • Bjóða aðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum utan HR með fjaraðgangi

Birtingar og opinn aðgangur
Val á tímariti

Áhrifastuðlar tímarita (e. journal impact factors) segja til um mikilvægi tímarita innan tiltekins rannsóknarsviðs. InCites Journal Citation Report (JCR) inniheldur upplýsingar um áhrifastuðla alþjóðlegra vísindatímarita sem eru skráð og efnistekin í Web of Science (WoS)  frá 2006 til dagsins í dag. Veljið tímarit eða fagsvið sem við á hverju sinni á vinstri valseðlinum (select category). Thomson Reuters Master Journal List gefur upplýsingar um tímarit í WoS. Aðrir gagnlegir listar yfir vísindatímarit sem BUHR mælir með eru:


Opinn aðgangur
Nauðsynlegt er að íhuga birtingu í opnum aðgangi.
Opinn aðgangur (e. open access) er opinn, ókeypis aðgangur að heildartexta fræðigreina og öðru fræðilegu efni s.s. rannsóknargögnum og skýrslum á Internetinu. Leyfilegt er að lesa og nota efnið, dreifa og afrita, með því skilyrði að vitnað sé rétt til höfundar. Birting í opnum aðgangi er í sumum tilfellum val en kröfur um birtingu rannsókna í opnum aðgangi aukast jafnt og þétt. Í Stefnu Háskólans í Reykjavík um opinn aðgang, sem samþykkt var í framkvæmdastjórn þann 13. nóvember 2014, eru starfsmenn HR hvattir til að birta afurðir vísindastarfa sinna í opnum aðgangi.
Tvær leiðir eru helstar þegar birta á í opnum aðgangi; gullna leiðin og græna leiðin. Gullna leiðin er birting í tímaritum í opnum aðgangi og hefur hún yfirleitt í för með sér kostnað sem fellur á höfund eða stofnun hans. Græna leiðin felur í sér samhliða birtingu í tímariti og vistun í varðveislusafni stofnunar eða fræðilegu varðveislusafni (t.d. Skemman, Hirslan, arXiv.org, PubMed). Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra útgefenda og tímarita eru aðgengilegar á SherpaRomeo.

 • Opin vísindi - íslenskt varðveislusafn fyrir vísindaleg gögn, s.s. ritrýndar fræðigreinar, í opnum aðgangi sem allir íslensku háskólarnir eiga aðild að, þ.e. gögn birt á Íslandi eða erlendis eftir starfsfólk íslenskra háskóla og rannsóknastofnana eða með þátttöku þeirra
 • OpenAIRE er netgátt og varðveislusafn fyrir afurðir rannsókna sem kostaðar eru af Evrópusambandinu- safn greina og hrágagna, upplýsingar um vísindamenn og kennitölur fræðimanna, styrki og rannsóknastofnanir
 • OpenDOAR yfirlit yfir opin fræðileg varðveislusöfn
 • ORCiD - umsókn um og leit að kennitölu fræðimanns
 • Creative Commons - safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverk sín og leyfa þannig notkun verka sinna svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir

Lög og yfirlýsingar um opinn aðgang

Ýmislegt um opinn aðgang

 


Áhrif og sýnileiki

Hefðbundin leið til að meta sýnileika og áhrif vísindaskrifa er að reikna út áhrifastuðul höfundar (e. impact factor). Áhrifastuðlar eru jafnframt mikilvægur þáttur í mati á rannsóknarframlagi háskóla-
kennara.

Áhrifastuðull höfundar

Þekktasti áhrifastuðull höfunda er hið svokallaða h-index sem til eru nokkrar útgáfur af. Það er auðvelt að reikna út h-index einstakra höfunda í Web of Science  þ.e.a.s. þeirra sem birt hafa í tímaritum sem þar eru skráð og efnistekin. Thomson Reuters Master Journal List gefur upplýsingar um tímarit í WoS. Anne-Will Harzing, prófessor við háskólann í Melbourne í Ástralíu hefur þróað hugbúnaðinn Publish or Perish til að auðvelda sambærilega greiningu úr Google Scholar og er hægt að hlaða niður hugbúnaðinum án endurgjalds. Gott er að kynna sér Google Scholar Citations. Aðrir áhrifastuðlar eru g-index og i10-index.

Meira um áhrifastuðla og mat á áhrifum vísindaskrifa
Citations metrics. (1990-2013). Í Publish or Perish 4 User's Manual.
Garfield, E. (1955). Citation indexes to science: A new dimension in documentation through association of ideas. Science, 122(16), bls. 108-111.
Marnett, A. (2010). H-index: What it is and how to find yours.


Hafðu samband

 

Sara_bwsm
Sara Stef. Hildardóttir, forstöðumaður bókasafns
1. hæð í Úranusi (Ú104)

sarastef@ru.is  599 6236

 • Bókapantanir
 • Upplýsingar um tímarit
 • Opinn aðgangur
 • Upplýsingaleitir

Var efnið hjálplegt? Nei