Útlán


Lánþegar eru starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík. Þessir lánþegar geta fengið gögn að láni gegn eigin kennitölu, án endurgjalds. Útskrifuðum nemendum býðst að kaupa bókasafnskort. Þau gilda í eitt ár í senn og kosta 2.500 krónur. Almennur útlánstími bóka er fjórar vikur.


  • Önnur háskóla- og rannsóknarbókasöfn geta haft milligöngu um lán úr safnkosti BUHR fyrir nemendur og starfsfólk viðkomandi háskóla/stofnana.
  • Aðrir en ofantaldir geta ekki fengið lánað úr safnkosti BUHR, en öllum er velkomið að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og nota safnkostinn á staðnum.
  • Lánþegum er send áminning í tölvupósti þegar skiladagur nálgast.
  • Tilkynningar um vanskil á gögnum safnsins eru eingöngu sendar til lánþega í tölvupósti.
  • Lánþegar eru beðnir að sinna tilkynningum um vanskil á gögnum safnsins. Annað hvort með því að skila viðkomandi gagni, eða hafa samband við afgreiðslu og fá láni framlengt.
  • Pantanir vegna frátekinna bóka þarf að sækja innan 7 daga frá því að lánþega berst tilkynning í tölvupósti.

Lánþegar bera ábyrgð á gögnum sem þeir hafa tekið að láni og er óheimilt að lána þau öðrum. Skemmist eða glatist gagn er lánþegi, þ.e. sá sem skráður er fyrir láninu, ábyrgur og getur þurft að greiða fyrir nýtt eintak. Reynt er að meta kostnað við kaup á nýju gagni, en lágmarksgjald er 8.000 krónur.


Var efnið hjálplegt? Nei