Kennslubókasafn

Kennslubókasafn er staðsett á bak við þjónustuborð BUHR. Starfsmaður í þjónustuborði afgreiðir efni úr safninu. Í kennslubókasafni er eitt eintak af kennslubókum í grunnnámi á yfirstandandi misseri auk valinna bóka í framhaldsnámi. Kennslubækur eru aðeins lánaðar innanhúss og þær er ekki hægt að taka frá.

Kennarar geta beðið starfsfólk BUHR að taka frá efni úr safnkosti, útvega efni annars staðar frá - og/eða lagt inn efni sem þeir eiga sjálfir vegna kennslu einstakra námskeiða. Með því móti má tryggja öllum nemendum í námskeiði aðgang að efninu. Miðað er við að ítarefnisrit í eigu BUHR séu lánuð út í 3 sólarhringa eða viku. Bækur í einkaeign eru ekki lánaðar út af safninu. Greinar og önnur ljósrit eru eingöngu til afnota á safni. Mikilvægt er að bókasafninu berist upplýsingar um efni sem á að vera í Kennslubókasafni með góðum fyrirvara og að beiðnin innihaldi sem flest eftirtalinna atriða:

  • Nafn kennara

  • Upplýsingar v. greina: Heiti tímarits, nafn höfundar og titill greinar. Útgáfuár, árgangur og tölublaðsnúmer, blaðsíðutal

  • Upplýsingar v. bóka: Titill, höfundur, útgáfunúmer, útgáfuár, útgefandi og ISBN

Fyrir bækur sem ekki er nú þegar til á bókasafninu er hægt að nota form fyrir innkaupapantanir fyrir kennslubókasafnið.

Vinsamlegast athugið að það getur tekið 6 - 8 vikur að panta bækur erlendis frá og búa þær til útlána. Bókasafnið kaupir aðeins eitt eintak af kennslubókum. 

 

Umsjón

Anna Kristín Stefánsdóttir, upplýsingafræðingur
1. hæð í Úranusi (Ú101)
annast@ru.is sími: 599 6491

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei