Fræðsla

BUHR rækir hlutverk sitt m.a. með því að stuðla að upplýsingalæsi innan HR með fjölbreyttri fræðslu og upplýsingaráðgjöf. 

Til að bæta akademísk vinnubrögð nemenda, býður BUHR reglulega uppá fræðslu í kennslustofu Ú102 á safninu. Auk þess eru kennarar hvattir til að nýta sér þjónustu upplýsingafræðinga BUHR og panta fræðslu fyrir nemendur sína. Best er að upplýsingafræðingur komi inní kennslustund í tengslum við verkefnavinnu svo hagnýtt gildi fræðslunnar sé augljóst og nemendum gefist kostur á að nýta hana sem best. Upplýsingafræðingar BUHR hafa sérhæft sig á einstökum fræðasviðum og á hver deild sinn tengilið hjá BUHR.

Markmið
  • Auka leikni og sjálfstæði notenda BUHR við að afla sér upplýsinga og heimilda á einstökum fræðasviðum og styrkja þá með því í námi og starfi við HR
  • Þjálfa með einstaklingum leikni sem auðveldar þeim að tileinka sér nýja þekkingu og standast vaxandi kröfur atvinnulífsins um símenntun (e. lifelong learning)
  • Kynna bókasafnið og rafrænan safnkost þess, sérstaklega viðurkennd gagnasöfn á einstökum fræðasviðum, í því skyni að hámarka nýtingu hans og gagnsemi fyrir starfsemi HR


Fræðsla BUHR hefur að leiðarljósi að nemendur sýni

  • Metnað til að sækja sér bestu upplýsingar sem henta viðfangsefninu hverju sinni.
  • Heilindi til að vinna með gögn og upplýsingar á ábyrgan og faglegan hátt
  • Færni til sjálfstæðra vinnubragða

 


Var efnið hjálplegt? Nei