Eldri keppnir
Hvað er Boxið?
Boxið hefur verið haldið fimm ár í röð og fer keppnin ávallt fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur gengið mjög vel og verið skemmtilegur vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að reyna sig á ólíkum verkefnum.
Vinningshafar frá upphafi eru:
- 2016 Menntaskólinn við Hamrahlíð
- 2015 Menntaskólinn á Akureyri
- 2014 Menntaskólinn í Reykjavík
- 2013 Kvennaskólinn í Reykjavík
- 2012 Menntaskólinn í Reykjavík
- 2011 Verzlunarskóli Íslands
Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt keppninni lið í gegnum árin með skemmtilegum þrautum og hafa þau öll verið sammála um mikilvægi keppninnar en ekki síður skemmtanagildi hennar. Reynt hefur verið að hafa þrautirnar sem ólíkastar til að reyna á mismunandi hæfni nemendanna og er það mál manna að það hafi tekist vel.
Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni – og iðnaði á skemmtilegan hátt. Keppnin er frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er óhrætt við að hugsa út fyrir boxið og reyna á hugvit sitt og verklag í góðum hópi.