Boxið 2012

Sigurvegari var Menntaskólinn í Reykjavík

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna var haldin í annað sinn 10. nóvember 2012. Jöfn í öðru og þriðja sæti voru lið Verzlunarskóla Íslands og Tækniskólans.

Um þrautabraut var að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Ekki á að taka lengri tíma en 30 mínútur að leysa hverja þraut. Lögð er áhersla á að þrautirnar séu framkvæmanlegar án sérstaks bakgrunns, reyni á hugvit, verklag og séu sjónrænar. Tilgreint er í hverri þraut hversu margir úr liðinu taka þátt í lausn þrautarinnar. Hvert lið velur þær aðferðir sem það beitir innan þeirra marka sem gefin eru og skal vinna eitt og sjálfstætt að þrautinni.

Liðin fá 30 mínútur til að leysa hverja þraut. Um leið og lið fær verkefni í hendur er skeiðklukka sett af stað og skal þess gætt að liðið ljúki þrautinni innan tímamarka. Ef liðið nær ekki að ljúka þrautinni á tilsettum tíma skal vinnu við lausnina hætt og metur dómari/dómnefnd þrautarinnar lausnina á því stigi sem hún er.

Við mat á lausnum ræður:

 • Tími
 • Gæði lausnar
 • Frumleiki
 • Annað sem fyrirtæki gefur upp til mats

Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Efni og þraut frá fyrirtæki á með einhverjum hætti að tengjast starfsemi viðkomandi fyrirtækisins. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á samkeppninni stendur.

Skólar

Skólarnir sem kepptu til úrslita í ár eftir að hafa sigrað forkeppnin sem fram fór á netinu voru:

 • Menntaskólinn í Reykjavík
 • Menntaskólinn á Akureyri
 • Verzlunarskóli Íslands
 • Verkmenntaskólinn á Akureyri
 • Tækniskólinn
 • Menntaskólinn við Sund
 • Fjölbrautaskóli Suðurnesja
 • Iðnskólinn í Hafnarfirði

Samstarfaðilar

Þau fyrirtæki sem lögðu fyrir þrautir í Boxinu 2012 eru:


Myndbönd

Hér má sjá brot úr keppninni 2012 þar sem sjá má liðin spreyta sig og stemmninguna sem ríkti á keppnisdaginn.Myndir

Myndir frá keppninni má sjá á facebook-síðu Boxins:

www.facebook.com/boxid


Var efnið hjálplegt? Nei