Boxið 2013

Sigurvegari var Kvennaskólinn í Reykjavík

Þetta var í þriðja skiptið sem Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna var haldin en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Kvennaskólinn sigraði en lið Fjölbrautarskóla Suðurlands var í þriðja sæti og lið Menntaskólans í Reykjavík í öðru.

Liðin fóru í gegnum þrautabraut með sjö stöðvum en hvert lið er skipað fimm einstaklingum. Þrautirnar voru settar saman af fyrirtækjum úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna Háskólans í Reykjavík.

Skólar

Alls tóku níu skólar með átján lið þátt í forkeppni og komust átta efstu skólarnir áfram. Liðin sem kepptu til úrslita í gær voru: Menntaskólinn í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands, Tækniskólinn, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Flensborgarskóli, Kvennaskólinn og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Þess má geta að í ár voru stelpur í úrslitakeppninni sjö talsins en voru aðeins tvær í árið áður.

Samstarfsaðilar

Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir BOXINU. Markmiðið með samkeppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninám og störfum í iðnaði.

Ný fyrirtæki koma að Boxinu á hverju ári sem útbúa þrautirnar.

Fyrirtæki sem koma að Boxinu í ár eru:


Mikil stemmning og gleði var á keppnisdaginn og ekki spillti fyrir að RÚV tók upp keppnina og gerði þátt um hana sem sýndur var í janúar 2014.

Horfa á þátt RÚV


Myndir
Var efnið hjálplegt? Nei