Fréttir

Forkeppni Boxins er lokið

3.10.2014

Forkeppni Boxins fór fram þriðjudaginn 25. október en alls höfðu 14 keppnislið skilað inn skráningu. Forkeppnin fór þannig fram að keppnisliðin leystu tvær þrautir í upptöku. Til þess fengu liðin fengu 30 mínútur og í lokin var upptökunni skilað inn á sérstakan vefþjón.

 

Þeir skólar sem komust áfram í undankeppni Boxins sem fer fram 5. nóvember eru:

Framhaldsskólinn í Vestmanneyjum
Fjölbrautarskóli Suðurnesja
Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
Menntaskólinn á Akureyri
Menntaskólinn í Hamrahlíð
Menntaskólinn í Reykjavík
Tækniskólinn
Verzlunarskóli Íslands