Fréttir

Spennandi keppni lauk með sigri Verzlunarskóla Íslands

3.10.2014

Átta skólar tóku þátt í æsispennandi keppni BOXINS sem lauk með sigri Verzlunarskóla Íslands.

Fjórtán framhaldsskólar víðsvegar af landinu sendu lið í undankeppni BOXINS en þau átta lið sem komust áfram í aðalkeppnina voru frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum í Hamrahlíð, Tækniskólanum, Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Verslunarskóla Íslands.Boxið5

Tvö stigahæstu liðin, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Verslunarskóli Íslands kepptu síðan til úrslita í æsispennandi lokaþraut sem lauk með sigri Verzlunarskóla Íslands.

Sigurliðið hlaut verðlaunabikar til eignar og hver liðsmaður Ipad en fyrir annað sæti hlutu liðsmenn Ipod nano. Að auki veittu fyrirtækin aukaverðlaun þeim liðum sem stóðu sig best, voru frumlegust eða skemmtilegust í þeirra þrautum.

Keppnin tókst vel í alla staði og bæði þátttakendur og áhorfendur skemmtu sér vel.