Keppnisreglur

Þátttökuréttur:

Hver framhaldsskóli getur sent þrjú lið í keppnina. Sjá nánar um skráningu liðanna hér:

Lið:

Fimm einstaklingar skulu vera í hverju liði og einn af þeim liðstjóri. Einstaklingar í liði framhaldsskóla skulu skráðir nemendur í viðkomandi skóla. Tilgreint er í hverri þraut hversu margir úr liðinu taka þátt í lausn þrautarinnar.

Fyrirkomulag keppni:

Þátttökuliðum er gert að leysa átta þrautir. Hvert lið velur þær aðferðir sem það beitir innan þeirra marka sem gefin eru og skal vinna eitt og sjálfstætt að þrautinni. Liðin vinna sér inn stig fyrir hverja þraut.

Dómnefnd þrautar metur lausnir, raðar þeim og gefur stig í samræmi við eftirfarandi:

  • 1. sæti - 10 stig        (ef lausn er dæmd gild)
  • 2. sæti - 8 stig          (ef lausn er dæmd gild)
  • 3. sæti - 6 stig           (ef lausn er dæmd gild)
  • 4. sæti - 5 stig           (ef lausn er dæmd gild)
  • 5. sæti - 4 stig           (ef lausn er dæmd gild)
  • 6. sæti - 3 stig           (ef lausn er dæmd gild)
  • 7. sæti - 2 stig           (ef lausn er dæmd gild)
  • 8. sæti - 1 stig           (ef lausn er dæmd gild)

Í lok keppni er það heildarstigatalan sem ræður röð liða. Ef tvö lið í efstu þremur sætunum eru jöfn að stigum að loknum þrautunum sjö sker dómnefnd úr um röð liða.

Ef upp koma álitamál á meðan á keppni stendur skal keppnisstjóri skera úr um þau.

Fjöldi þátttökuliða:

Ef skráð lið eru fleiri en átta fer fram forkeppni og öðlast efstu átta liðin í þeirri keppni sæti í undankeppninni. Forkeppnin fer fram á netinu.

Mat á lausnum:

  • Tími
  • Gæði lausnar
  • Frumleiki
  • Annað sem fyrirtæki gefur upp til mats

Tímamörk:

Liðin fá 30 mínútur til að leysa hverja þraut. Um leið og lið fær verkefni í hendur er skeiðklukka sett af stað og skal þess gætt að liðið ljúki þrautinni innan tímamarka. Ef liðið nær ekki að ljúka þrautinni á tilsettum tíma skal vinnu við lausnina hætt og metur dómari/dómnefnd þrautarinnar lausnina á því stigi sem hún er.

Brot:

Lið skal vinna eitt og sjálfstætt að hverri þraut. Lið sem brýtur keppnisreglur fær 0 stig fyrir viðkomandi þraut og er vísað úr keppni við annað brot. Dómnefnd gefur sér rétt til að afturkalla verðlaunatilnefningu ef lið hefur ekki uppfyllt keppnisreglur.

Dómarastörf:

Dómari eða dómnefnd þrautar skal skipuð fulltrúa/fulltrúum þess fyrirtækis sem stendur fyrir þrautinni. Yfirdómnefnd skal tilnefnd af SI, HR og SÍF og sker úr um úrslit.

Keppnisstjóri:

Keppnisstjóri er skipaður fyrir keppni. Hann hefur yfirumsjón með framvindu keppninnar og skal skera úr um álitamál sem upp koma meðan á keppni stendur.



Var efnið hjálplegt? Nei