Um keppnina

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.

Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Keppnin fer næst fram haustið 2018. 

Ferðastyrkur

Samtök iðnaðarins veita liðum framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins ferðastyrk.  

Ferðastyrkurinn miðast við vegalengd (km) frá þátttökuskóla til Reykjavíkur. Styrktarupphæðir fyrir þátttökulið geta numið allt að:

Staður:                               Upphæð:
Akureyri                              77.600 kr.
Egilsstaðir                          127.000 kr.
Ísafjörður                            91.000 kr.
Vestmannaeyjar                  51.200 kr.

Þátttökulið skilar inn afriti af reikningum til:

Samtök iðnaðarins
kt. 511093-2019
Borgartúni 35, 105 Rvík
Texti á reikn: „Styrkur vegna ferðakostnaðar nemenda í BOXINU „XXX-Reykjavík-XXX“

Muna að setja nafn, kennitölu og bankaupplýsingar fyrir viðkomandi aðila á reikningnum.
Ferðastyrkur verður greiddur í vikunni eftir að keppnin hefur farið fram hafi reikningur borist til SI.

Hefur þinn skóli hefur áhuga á ferðastyrk? Hafðu samband við thorunnhilda@ru.is og fáðu nánari upplýsingar.


Var efnið hjálplegt? Nei