Um keppnina

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.

Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Keppnin fer næst fram 12. nóvember 2016

Allir framhaldsskólar landsins geta sent lið í keppnina og skal hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla. Um þrautabraut verður að ræða með nokkrar stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit og verklag.

Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á samkeppninni stendur.

Ferðastyrkur

Samtök iðnaðarins veita liðum framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins ferðastyrk.  

Ferðastyrkurinn miðast við vegalengd (km) frá þátttökuskóla til Reykjavíkur. Styrktarupphæðir fyrir þátttökulið geta numið allt að:

Staður:                               Upphæð:
Akureyri                              77.600 kr.
Egilsstaðir                          127.000 kr.
Ísafjörður                            91.000 kr.
Vestmannaeyjar                  51.200 kr.

Þátttökulið skilar inn afriti af reikningum til:

Samtök iðnaðarins
kt. 511093-2019
Borgartúni 35, 105 Rvík
Texti á reikn: „Styrkur vegna ferðakostnaðar nemenda í BOXINU „XXX-Reykjavík-XXX“

Muna að setja nafn, kennitölu og bankaupplýsingar fyrir viðkomandi aðila á reikningnum.
Ferðastyrkur verður greiddur í vikunni eftir að keppnin hefur farið fram hafi reikningur borist til SI.

Hefur þinn skóli hefur áhuga á ferðastyrk? Hafðu samband við boxid@hr.is og fáðu nánari upplýsingar.


Var efnið hjálplegt? Nei