Byggingin

Í háskólabyggingu HR fer öll kennsla fram. Þar er lesaðstaða nemenda og hópavinnuherbergi, ásamt mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf, kaffihús, verslun og líkamsrækt. Auk þess að hýsa alla kennslu eru í byggingunni stundaðar fjölbreyttar rannsóknir.

Aðstaðan í HR

Um bygginguna

Húsnæði Háskólans í Reykjavík er rúmgott, birtumikið og með góðan anda og á sinn þátt í að skapa það samfélag sem HR er. Húsið býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Hönnun byggingarinnar er í samræmi við hugmyndafræði og stefnu skólans um þverfagleika og opin samskipti á milli fræðasviða. Hönnun hússins byggist á ólíkum álmum sem tengjast saman í miðrými sem kallað er Sól. Nöfn álmanna eru sótt í sólkerfið og reikistjörnur þess. Næst Sól er Merkúríus, þá Venus og svo koll af kolli. Í byrjun árs 2010 voru álmurnar Venus og Mars teknar í notkun ásamt göngugötunni Jörð. Sólin og Úranus voru svo teknar í notkun um miðjan ágúst sama ár.

Sá hluti byggingarinnar sem fyrst var tekinn í notkun er um 23.000 fermetrar en árið 2010 bætist við 7.000 fermetra álma. Í byggingunni eru um 50 kennslustofur og rannsóknarrými af mismunandi stærðum, allt frá því að vera fyrir litla vinnuhópa upp í 130 manna fyrirlestrarsali.

HR_Kort_RU_Map_2021_1_1629199888471HR_Kort_RU_Map_2021_2HR_Kort_RU_Map_2021_3