Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Húsnæði fyrir nemendur HR við Nauthólsveg

Í byggingu eru íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík. Byggingarnar eru við Nauthólsveg við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá háskólanum. 

Í fyrsta áfanga, sem brátt verður tilbúinn til útleigu, verða 122 leigueiningar í boði: 

 • Einstaklingsherbergi með sameiginlegu eldhúsi. 
  Einstaklingsherbergin eru fullinnréttuð og í sameiginlegu eldhúsi verða öll nauðsynleg tæki og borðbúnaður.
 • Einstaklingsíbúðir
 • Paraíbúðir 
 • Fjölskylduíbúðir 
 • Í íbúðargarðinum verða teygjubekkir, kolagrill, setbekkir og opin svæði.

Innifalið í leigu er hiti, rafmagn og þráðlaust net sem verður í öllum rýmum. 

Þegar er hafin bygging sambærilegs húss sem hefur að geyma 130 útleigueiningar fyrir stúdenta og þrjár íbúðir fyrir kennara, eins og í fyrsta áfanga. Áætlanir gera ráð fyrir að 2. áfangi verði tilbúin í ágúst 2021.

Hvernig sæki ég um?

Byggingafélag námsmanna mun halda utan um leigu íbúða og herbergja til nemenda HR. Sótt verður um Háskólagarða á vefsíðu þeirra: bn.is

 • Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir á nýjum stúdentaíbúðum Háskólans í Reykjavík upp úr miðjum maí 2020. 
 • Nýnemar geta ekki skráð sig fyrr en þeir hafa fengið staðfestingu á námi í byrjun júní. 
 • Úthlutun verður seinnipartinn í júlí og verður það handahófsval, engir biðlistar. 
 • Verðlisti og úthlutunarreglur verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur. 

Um Háskólagarða HR

Skóflustunga var tekin að Háskólagörðum í september árið 2018.  Í deiliskipulagi á lóð HR við Öskjuhlíð er gert ráð fyrir byggingu samtals 390 íbúða, allt frá litlum einstaklingsíbúðum, um 25 m2 að stærð, upp í um 80 fermetra þriggja herbergja íbúðir. 

Nokkrar íbúðanna munu einnig nýtast til leigu og tímabundinnar búsetu fyrir starfsfólk HR og starfsfólk fyrirtækja sem starfa innan HR og önnur þekkingarfyrirtæki sem tengjast háskólanum. Auk íbúða er áætlað að koma upp þjónustukjarna með fjölbreyttri þjónustu syðst á svæðinu, næst HR. 

Heildarkostnaður er áætlaður um 2,6 milljarðar króna. Það eru Kanon arkitektar sem hanna byggingarnar og verktaki er Jáverk. 

Háskólagarðar HR


Var efnið hjálplegt? Nei