Fara á umsóknarvef

Ný tækifæri til doktorsnáms

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Óslóarháskóla eru með samning sín á milli um doktorsnám. 

Samningurinn felur í sér að:

  • Doktorsnemar við HR fá aðgang að námskeiðum á doktorsstigi við Óslóarháskóla og geta valið að taka alla námskeiðaröðina sem þar er í boði. Doktorsnemar hér á landi eru það fáir að ekki hefur reynst unnt að bjóða upp á doktorsnámskeið nema örsjaldan.
  • Doktorsnemar sem búsettir eru á Íslandi og vilja stunda nám við Óslóarháskóla geta stundað það frá Íslandi, haft aðstöðu í HR og annan leiðbeinanda úr kennaraliði skólans. Íslenskur fræðaheimur er lítill og ekki völ á hæfum leiðbeinendum á öllum sviðum. Við lagadeild HR er gerð sú skilyrðislausa krafa um að aðalleiðbeinendur hafi sjálfir lokið doktorsprófi. Með þessu samstarfi  fjölgar því mjög þeim fræðasviðum sem hægt er að stunda doktorsnám á.

Var efnið hjálplegt? Nei