Fara á umsóknarvef

Doktorsnám við tölvunarfræðideild

Doktorsnámið í tölvunarfræði byggist á rannsóknartengdu verkefni nemenda sem vilja þróa og leiða rannsóknartengda vinnu við hin ýmsu svið tölvunarfræðinnar.

Vinnan í náminu er í tengslum við kennslu og rannsóknir eða leiðandi hátækniiðnað framtíðarinnar. Markmið námsins er að veita nemendum þjálfun og þekkingu sem gerir þeim kleift að vera í forystu varðandi rannsóknir og þróun hvort sem er innan akademíunnar eða tölvuiðnaðarins. Gerðar eru miklar kröfur til þeirra sem leggja stund á námið.

Doktorsnámið er skipulagt í samstarfi við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir því er gerð krafa um að nemendur dvelji erlendis hluta námstímabilsins.Var efnið hjálplegt? Nei