Dómsalur í sýndarveruleika

Rannsókn við sálfræðideild HR

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir þátttakendum í rannsókn á notkun sýndarveruleika í réttarsal fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort sýndarveruleiki gagnist við að upplýsa þolendur kynferðisofbeldis um réttarsal og vanlíðan tengda honum. Þátttakendum verður boðið að prófa sýndarveruleikaumhverfið og viðbrögð verða metin með spurningalistum, viðtali og líffræðilegum mælingum.

Leitað er að þátttakendum sem eru 18 ára eða eldri, hafa verið beittir kynferðisofbeldi einhvern tíma á ævinni, og hafa borið vitni í réttarsal um kynferðisbrot gegn þeim sjálfum. 

Öll gögn rannsóknarinnar verða skráð á ópersónugreinanlegan hátt og rannsakendur eru bundnir trúnaði um það sem kemur fram á meðan á henni stendur. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar. 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni eða hefur frekari spurningar um hana, vinsamlegast hafðu samband við Hildi Skúladóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík með tölvupósti (hildurs13@ru.is) eða í síma 846 6691.

Hafa samband

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni eða vilt fá meiri upplýsingar um hana, þá vinsamlegast fylltu út þetta form hér fyrir neðan og haft verður samband við þig.


Hafa samband

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Var efnið hjálplegt? Nei