Rannsóknarteymið
Rannveig S. SigurvinsdóttirDr. Rannveig Sigurvinsdóttir er lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík.
Hún lauk doktorsprófi árið 2016 frá University of Illinois at Chicago í sálfræði.
Rannsóknir hennar hafa birst í alþjóðlegum tímaritum og fjalla um áhrif áfalla og ofbeldis á heilsu og líðan. Rannveig hefur einnig rannsakað hvað gerist þegar þolendur segja frá kynferðisofbeldi og hvernig viðbrögð annarra geta haft áhrif á líðan. Þar að auki hefur Rannveig áhuga á áföllum og geðheilsu hinsegin fólks og samfélagslegum inngripum gegn ofbeldi.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Hún lauk doktorsnámi í sálfræði við King´s College London, Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience.
Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum tímaritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan.
Hildur Skúladóttir

Hún lauk bachelorgráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík 2016 og útskrifast sem sálfræðingur 2020. Bachelor verkefni Hildar fjallaði um samband áfallastreituröskunar og áfallaþroska meðal sjálfboðaliða sem störfuðu í Yogyakarta í Indonesíu eftir jarðskjálfta sem varð þar árið 2006. Hún er nú í starfsnámi á sálfræðistofunni Sól, en hefur einnig reynslu á því að vinna með einstaklingum með fíknivanda, svo sem ungmennum og heimilislausum. Hún stofnaði félagasamtökin Allir Gráta og gaf út barnabókina TilfinningaBlær sem kennir ungum börnum að þekkja tilfinningar sínar.
- Netfang: hildurs13@ru.is
Paola Cardenas

Paola er með Cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 auk meistarapróf í fjölskyldumeðferð frá sama skóla árið 2012. Í tæplega sjö ár starfaði Paola í Barnahúsi sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi og vann hún með börnum og unglingum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og líkamlegsofbeldis. Þar áður starfaði hún í þrjú ár hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað hjá Rauða kross Íslands og á barna og unglingageðdeild Landspítalans.