Rannsóknarteymið

Rannveig S. Sigurvinsdóttir
Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir er lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir er lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík.

Hún lauk doktorsprófi árið 2016 frá University of Illinois at Chicago í sálfræði.
Rannsóknir hennar hafa birst í alþjóðlegum tímaritum og fjalla um áhrif áfalla og ofbeldis á heilsu og líðan. Rannveig hefur einnig rannsakað hvað gerist þegar þolendur segja frá kynferðisofbeldi og hvernig viðbrögð annarra geta haft áhrif á líðan. Þar að auki hefur Rannveig áhuga á áföllum og geðheilsu hinsegin fólks og samfélagslegum inngripum gegn ofbeldi.


Bryndís Björk Ásgeirsdóttir
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er rófessor og deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík. 

Hún lauk doktorsnámi í sálfræði við King´s College London, Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience.

Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum tímaritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan.


Hildur Skúladóttir
Hildur Skúladóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.Hildur Skúladóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Hún lauk bachelorgráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík 2016 og útskrifast sem sálfræðingur 2020. Bachelor verkefni Hildar fjallaði um samband áfallastreituröskunar og áfallaþroska meðal sjálfboðaliða sem störfuðu í Yogyakarta í Indonesíu eftir jarðskjálfta sem varð þar árið 2006. Hún er nú í starfsnámi á sálfræðistofunni Sól, en hefur einnig reynslu á því að vinna með einstaklingum með fíknivanda, svo sem ungmennum og heimilislausum. Hún stofnaði félagasamtökin Allir Gráta og gaf út barnabókina TilfinningaBlær sem kennir ungum börnum að þekkja tilfinningar sínar.


Paola Cardenas
Paola Cardenas - klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík.Paola Cardenas er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík.

Paola er með Cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 auk meistarapróf í fjölskyldumeðferð frá sama skóla árið 2012. Í tæplega sjö ár starfaði Paola í Barnahúsi sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi og vann hún með börnum og unglingum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og líkamlegsofbeldis. Þar áður starfaði hún í þrjú ár hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað hjá Rauða kross Íslands og á barna og unglingageðdeild Landspítalans.


Var efnið hjálplegt? Nei