Evrópuupplýsingar – EUi
Um EUi
Upphafsreitur leitar um ESB, EES og EFTA
Þegar finna þarf upplýsingar um Evróusambandið (ESB), Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) er gott að hefja leitina á upplýsingavefnum Evrópuupplýsingar.
Hér er að finna opinbera upplýsingavefi: ESB, EES og EFTA ásamt leitarvélum og gagnasöfnum sem tengjast málefnum Evrópu. Þau helstu eru:
- EUR-Lex: gagnasafn að réttarheimildum ESB, inniheldur m.a. frumvörp, undirbúningsgögn Framkvæmdastjórnar t.d. Com skjöl, hvít- og grænbækur, sáttmála. reglugerðir og dóma Evrópudómstólsins
- EEA-Lex: inniheldur EU gerðir (t.d. reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir og tilmæli sem hafa verið innleidd í EES samninginn eða eru til skoðunar
- ESA-Eftirlitsstofnun EFTA: til að leita og skoða stöðuna á innleiðingu tilskipana/reglugerða eftir löndum sem eru aðilar að EES samningnum
- Dómasöfn Eftadómstólsins og Evrópudómstólsins
Evrópuvefir
ESB/EFTA/EES
Hér er getið nokkurra öflugra Evrópuvefja þar sem er að finna tengla í stofnanir og málefni sem heyra undir þessa samninga ESB, EFTA og EES. Athugið að ávallt vísað er í enskar vefsíður á erlendu vefjunum og að þetta er ekki tæmandi listi. Tengla í gagnasöfn (e. databases) ESB er að finna undir Gagnasöfn ESB.
Á vef Evrópusambandsins - ESB
- EUROPA Vefur Evrópusambandsins - ESB
- Um Evrópusambandið
- Stefnumál og verkefni Evrópusambandsins
- Formennska í ESB
- Þú í Evrópusambandinu (Atvinna, starfslok, menntun, heilbrigðismál o.fl.)
- Láttu skoðun þína í ljós
- Fyrir krakka
Aðrir vefir um Evrópusambandið - ESB
- Archive of European Integration (AEI), ýmis eldri skjöl ESB á rafrænu formi
Brexit
Evrópska efnahagssvæðið - EES
Fríverslunarsamtök Evrópu - EFTA
Íslenskir ESB / EFTA / EES vefir
Evrópusamvinna.is Upplýsingasíða um samstarfsáætlanir ESB
EES vefsetrið á vef stjórnarráðsins
Evrópuvefurinn, upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál
Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Umsókn Íslands um aðild að ESB
Gagnasöfn ESB
Hér að neðan er listi með tenglum í gagnasöfn Evrópusambandsins. EUR-Lex (eldra heiti: CELEX) hin opinbera lagaheimild ESB og er öllum aðgengileg í í vefgáttinni EUR-Lex. Öll gagnasöfn ESB eru gjaldfrjáls og opin. Upplýsingavefi ESB, EES og EFTA er að finna undir tenglinum Evrópuvefir.
ARCHISplus - Database of the Historical Archives
CORDIS - Research & Innovation development activities
CVRIA - Case Law
Hvað er í CVRIA?
Dómar Evrópudómstólsins (European Court of Justice) yfir mál borin fram af ríkinu, fyrirtækjum og einstaklingum frá 1952, dómar Undirréttarins (General Court) stofnað 1989 og dómar opinberra stofnanna (Civil Service Tribunal) stofnað 2005. Í Cvria eru öll dómsmál (í stafrófsröð og efnisröðuð) ásamt útdráttum dóma og álitsgerðum kveðnum upp af Evrópudómstólnum og Undirréttinum.
ECLAS - European Commission Libraries Catalogue
EUR-Lex - Access to European Union Law
Hvað er í EUR-Lex?
EUR-Lex er vefgátt að réttarheimildum ESB.
EUR-Lex skiptist í eftirfarandi átta meginskjalasvið
1. Frumréttur, þ.e. stofnsáttmálar + aðildarlög
2. Samningar EB við ríki utan bandalagsins
3. Afleiddur réttur, þ.e. gerðir sem grundvallast á frumréttinum
4. Aðrar ákvarðanir og samningar milli aðildarríkja
5. Tillögur að löggjöf, nefndarálit þingsins o.fl. gögn frá þinginu
6. Dómar
7. Lagaframkvæmd í aðildarríkjum
8. Ekki notað
9. ÞingfyrirspurnirTegundir gerða í EUR-Lex
A. Samningar
B. Fjárlög
D. Ákvarðanir EBE og KBE
E. Grein (lagagrein)
K. KSE-tilmæli
L. Tilskipanir EBE og KBE
R. Reglugerðir EBE og KBE
S. Almennar ákvarðanir KSE
X. Aðrar gerðir, sem eru birtar í L-deild Stjórnartíðinda EB
Y. Aðrar gerðir, sem eru birtar í C-deild Stjórnartíðinda EBSkammstafanir í EUR-Lex
EB = Evrópska bandalagið / EC = European Community, -ies
EBE = Efnahagsbandalag Evrópu / ECE = European Economic Community
KBE = Kjarnorkubandalag Evrópu / EURATOM = European Atomic Energy Community
KSE = Kola- og stálbandalag Evrópu / ECSC = European Coal and Steel CommunityHeimild: Þýðingarmiðstöð UTN
EUROVOC - Multilingual thesaurus covering the fields in which the EU is active
OEIL - The Legislative Observatory at the European Parliament
Hvað er í OEIL?
OEIL er athugunar- og eftirlitsstöð lagasetningar Evrópuþingsins
- Fréttir og almennar upplýsingar
- Allt sem tengjast neðangreindum (skáletrað) málaflokkum. Uppfærslur eru gerðar sjálfkrafa eftir því sem nýtt efni bætist við.
Stækkun sambandsins
Fjárlög
Vinnumarkaður
Frelsi, öryggi, réttlæti
Lögregla, laga- og tollasamvinna
Neytendavernd - Leit í málskjölum (dossiers)
- Starfsemi stofnana. Spár og niðurstöður: 100 dögum áður, 100 dögum síðar
N-Lex - The common access portal for national law
Official Journal of the European Union
TED - Procurement and tenders
Réttarheimildir ESB
Opinberar réttarheimildir Evrópusambandsins er að finna í gagnasafninu EUR-Lex á vef EUR-Lex Þær eru sáttmálar, gerðir og dómar Evrópudómstólsins og Undirréttarins. í EUR-Lex er einnig að finna Stjórnartíðindi ESB, lagafrumvörp, fyrirspurnir í Evrópuþinginu og önnur skjöl sem hafa lagalega þýðingu, s.s. grænbækur og hvítbækur. Að auki er þessar sömu heimildir að finna í annarri framsetningu á ýmsum öðrum vefjum ESB og stofnana sambandsins.
Sjá nánari skýringar í flipanum Hugtök í Evrópurétti
Almennt = General
Álitsgerðir og skýrslur = Opinions and reports
Dómar = Case law
Undirbúningsgögn EU = EU preparatory documents
Grænbækur = Green Papers
Eldri grænbækur á vef Archive of European Integration-Official European Union Documents (AEI-EU) við University of Pittsburgh
Hvítbækur = White Papers
Eldri hvítbækur á vef Archive of European Integration-Official European Union Documents (AEI-EU) við University of Pittsburgh
Gerðir = Final acts
Samræmdur texti = Consolidated texts
Sáttmálar = Treaties
Samningarnir sem mynda undirstöðu Evrópusambandsins.
Hugtök í Evrópurétti
Þegar unnið er með lagaheimildir í Evrópurétti koma upp margar spurningar og ófáar þeirra hefjast á orðunum Hvað er ..., Hvað þýðir ..., Til hvers er ... Hér að neðan er leitast við að svara nokkrum þessara spurninga.
Afleiddur réttur er þýðing á Secondary legislation
... og eru gerðir sem grundvallast á frumrétti, þ.e. stofnsáttmálum og aðildarlögum. 3 er einkennistölustafur afleidds réttar í EUR-Lex
Heimild: Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Ákvarðanir er þýðing á Decisions
"Ákvarðanir eru bindandi í sérhverju tilliti á nokkurs
tilkverknaðar að hálfu aðildarríkjanna á sama hátt og reglugerðir. Hins
vegar hafa þær ekki almennt gildi heldur eru þær aðeins bindandi fyrir
þann eða þá sem þær beinast að. Þær eru einkum ætlaðar til þess að skipa
fyrir um einstök tilvik." D er einkennisstafur ákvarðana í EUR-Lex og Official Journal of the EU
Heimild: Stefán Már Stefánsson. (2000). Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík: Orator.
Álit er þýðing Opinions
"... Álit hafa ekki bindandi lagaáhrif. Þessar gerðir geta beinst
að aðildarríkjum, stofnunum EB, einstaklingum og lögaðilum. ... Þeim er
oftast beint að aðildarríkjunum og þær eru taldar hafa talsverð áhrif."
Helstu álitsgerðir eru: Álit Svæðanefndarinnar / Committee of the
Regions (f. Comité des régions) - (CdR) og Álit Efnahags- og
félagsmálanefndarinnar / Economic and Social Committee - (ESC).
Aðalheimild: Stefán Már Stefánsson. (2000). Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík: Orator.
CELEX-númer = CELEX Number
... ber að skilja á eftirfarandi hátt: 373L0404 (3 = afleiddur réttur, 73 = ártal, L = tilskipun, 0404 = númer tilskipunar).
COM-skjal er þýðing á COM-doc
Þetta eru skjöl Framkvæmdastjórnar; drög að tilskipunum, þ.m.t. grænbækur og hvítbækur, skýrslur, vinnugögn o.þ.h.
Dómar = Case Law
"Dómar eru kveðnir upp af Evrópudómstólnum (e. European Court of Justice, ECJ) og Álit eru gefin út af Undirréttinum
(e. Court of First Instance). Hlutverk dómstólanna beggja er að tryggja
að löggjöf Evrópusambandsins sé fylgt og að sáttmálarnir séu rétt
túlkaðir og útfærðir. Evrópudómstóllinn fjallar um mál sem lúta að
brotum á ákvæðum sáttmálanna, en Undirrétturinn fjallar um mál
einstaklinga og óheilbrigða samkeppni milli fyrirtækja."
Heimild: Fontaine, Pascal. (2006). Europe in 12 lessons. Luxembourg: Publications Office.
Frumréttur er þýðing á Primary legislation
... og samanstendur af stofnsáttmálum og aðildarlögum.
Heimild: Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Frumvörp = Proposals
"Samkvæmt sáttmálanum hefur Framkvæmdastjórnin "rétt til frumkvæðis".
Framkvæmdastjórnin er ein ábyrg fyrir því að semja frumvörp, til
setningar nýrra Evrópulaga, sem eru lögð fyrir Evrópuþingið og
Ráðherraráðið. Í frumvörpunum verða að felast þau markmið að verja
hagsmuni sambandsins og þegna þess, ekki einstök ríki eða
atvinnugreinar."
Heimild: How the European Union works, your guide to the EU institutions. (2005). Luxembourg: Publications Office.
Gerðir er þýðing á Acts
... og taka til reglugerða, tilskipana, ákvarðana, KSE-tilmæla, almennra ákvarðana KSE, fjárlaga, samninga og annarra gerða.
Heimild: Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Grænbók = Green Paper
Grænbækur eru COM-skjöl sem taka á málum í ESB samhengi.
Tilgangurinn með þeim er að skapa opnar umræður, til þess bærra manna,
um málefnið. Þessar umræður geta síðan verið undanfari að útgáfu
hvítbóka, sem einnig eru COM-skjöl og leiða oftast til ESB gerða.
Heimild: How to find out about the European Union. (Námskeið 2003). European Information Association.
Hvítbók = White Paper
Hvítbækur eru COM-skjöl, sem í er nákvæmlega útfærð stefna til
umræðu og til pólitískrar ákvörðunartöku. Hvítbók er einskonar áætlun.
Hún kemur í kjölfar grænbókar.
Heimild: How to find out about the European Union. (Námskeið 2003). European Information Association.
Reglugerðir er þýðing á Regulations
"Reglugerðir eru víðtækastar bæði að því er varðar efni og áhrif
og svo og til hverra þær ná. Reglugerðir hafa almennt gildi, þ.e. þær
gilda á tilteknu sviði sem ákveðið er hlutlægt og gilda fyrir ótiltekinn
fjölda aðila, þ.e. þá sem falla undir efnislýsingu reglugerðarinnar.
Þær taka því eftir atvikum bæði til ESB sjálfs, aðildarríkjanna,
einstaklinga og lögaðila í aðildarríkjunum og geta veitt þessum aðilum
réttindi eða lagt á þá skyldur. Reglugerðir eru bindandi í sérhverju
tilliti og fá lagagildi í öllum aðildarríkjunum samtímis án nokkurs
tilverknaðar að hálfu aðildarríkjanna." R er einkennisstafur reglugerða í EUR-Lex og Official Journal of the EU.
Heimild: Stefán Már Stefánsson. (2000). Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík: Orator.
OJ-númer eru númer lagaheimilda í Stjórnartíðinum ESB
... og eru í daglegu máli kölluð OJ-númer / OJ Numbers. Þau ber að skilja á eftirfarandi hátt: 73/404/EEC (73 = ártal, 404 = númer tilskipunar, EEC = Efnahagsbandalag Evrópu).
Samræmdur texti er þýðing á Consolidated text
Samræmdur texti felur í sér sameiningu og samræmingu á
undirstöðulöggjöf sambandsins, ásamt viðbótum og leiðréttingum, í eitt
óopinbert skjal. Þessum skjölum er ætlað að auka gegnsæi og auðvelda
aðgang að Evrópurétti.
...
Þar sem löggjöf sambandsins er sívaxandi, vegna tíðra útgáfu nýrra lagagerða, breytinga og viðbóta við þær, er safn samræmdrar löggjafar ekki endanlegt og ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að samræmdur texti sé uppfærður til gildandi löggjafar.
...
Í samræmdum texta er að finna lista yfir allar lagagerðir, sem til voru þegar samræmdi textinn var settur saman.
Sjá einnig: Consolidated legislation.
Stofnsáttmálar og Aðildarlög eru þýðing á Treaties
Það eru: Samningurinn um Kola- og stálbandalag Evrópu (KSE) 1951,
Samningurinn um Kjarnorkubandalag Evrópu og samningurinn um
Efnahagsbandalag Evrópu = Rómarsamningarnir 1957 + samrunasamningurinn
1965, aðildasamningarnir 1972, 1979, 1985, 1994, 2003 og 2005, samningar
um breytingu á fjárlögum 1970 og 1975, ákvörðun ráðsins um beinar
kosningar til Evrópuþingsins 1976, samningurinn um útgöngu Grænlands
1984, einingarlögin 1986, Maastrichtsamningurinn 1992,
Edinborgarákvörðunin 1992 og Amsterdamsamningurinn 1997.
Heimild: Miðstöð Evrópuupplýsinga í HR
SEC-skjal er þýðing á SEC-doc
Þetta eru fundargerðir Framkvæmdastjórnarinnar.
Stjórnartíðindi ESB = Official Journal of the EU
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins er þýðing á Official Journal of the European Union (OJ). Þau skiptast í L þar sem birtast lagasetningar ESB, C þar sem birtar eru upplýsingar og tilkynningar; skjöl í undirbúningsferli lagasetningar í ESB.
Tilmæli er þýðing á Recommendations
"Tilmæli ... hafa ekki bindandi lagaáhrif. Þessar gerðir geta
beinst að aðildarríkjum, stofnunum EB, einstaklingum og lögaðilum. ...
Þeim er oftast beint að aðildarríkjunum og þær eru taldar hafa talsverð
áhrif."
Heimild: Stefán Már Stefánsson. (2000). Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík: Orator.
Tilskipanir er þýðing á Directives
"Tilskipunum er einungis beint að aðildarríkjunum, einum eða
fleirum. Þær eru bindandi fyrir þann sem þeim er beint að en aðeins
varðandi það markmið sem á að nást með tilskipuninni. Af þessu leiðir að
tilskipun skal ávallt hafa að geyma upplýsingar um það markmið sem
aðildarríkjunum er ætlað að ná með sérstökum aðgerðum í innanlandsrétti.
Aðildarríkjunum er hins vegar látið eftir að taka ákvarðanir um form og
leiðir til þess að ná þessum markmiðum." L er einkennisstafur tilskipana í EUR-Lex og Official Journal of the EU.
Heimild: Stefán Már Stefánsson. (2000). Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík: Orator.
Prentað og rafrænt efni
Prentað efni
Evrópuupplýsingum - EUi á alla dóma Evrópudómstólsins fráupphafi á prenti á ensku. Skv. reglum um EUi eru þeir ekki lánaðir út.
Rafrænt efni ESB 1952 –
Meginþorri allra rita Evrópusambandsins
hefur nú verið skannaður og settur á netið. Alls eru þetta um 110.000
útgáfur. Eldri árgangar af Stjórnartíðundum ESB (Official Journal) og
ýmsar aðrar réttarheimildir hafa þó ekki verið skannaðir og settir á
netið. Sama gildir um þau rit sem aðrir en Evrópusambandið eiga
höfundarrétt að, þótt ESB hafi gefið þau út.
Önnur góð leið að finna útgáfuefni Evrópusambandsins er leitarvélin Search Europa.
FIND-eR - bókaskrá og rafrænt efni framkvæmdarstjórnar ESB
Heimildir um stefnu ESB, lög o.fl.
ESO - European Sources Online
Upplýsingavefur ESB
Evrópusambandið og stofnanir þess halda
úti umfangsmiklum upplýsingavef. Á honum eru allar upplýsingar ókeypis.
Veffang Evrópuvefsins er EUROPA.EU.