Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík

Háskólakeppnin í Forritun 2013

Laugardaginn 8. október 2016 kl. 9-14 verður háskólakeppni í forritun haldin sem hluti af norrænu forritunarkeppninni Nordic Collegiate Programming Contest.

Keppnisform

Liðakeppni (hámark 3 einstaklingar með 1 tölvu), þar sem leysa á innan 5 tíma eins mörg verkefni og hægt er (af 9-10). Til að greina milli þeirra sem leysa jafnmörg verkefni er talinn heildartími sem fór í réttar lausnir. Verkefnin skal leysa með C, C++, C#, Go, Java, Objective-C, Prolog, Python, Haskell, JavaScript, PHP, eða Ruby.

Allar bækur og önnur skrifleg gögn eru leyfileg, en engin gögn á stafrænu formi né upplýsingar á vefnum.

Keppt verður í ICPC-flokki og opnum flokki. Sjá hér um reglur um hæfi í ICPC-flokki (eða ICPC-flokki).

Skráning

Formleg skráning er opin til mánudags 4. október nk. Opið er fyrir þátttöku fram að keppnisdegi, en til að auðvelda undirbúning er mikilvægt að skrá sig tímanlega. Sendið skráningu (og spurningar) til umsjónarmanns.

Tenglar

Keppnin 2013
ACMs International Collegiate Programming Contest
Valladolid Problem Set Archive

Umsjónarmaður síðunnar: Magnús M. Halldórssyni; síðast breytt 22. september 2016.