Google Scholar stillingar

Með því að setja inn ákveðnar stillingar inn í Google Scholar getur leitarvélin leitað í sérkeyptum tímaritum HR, bæði á neti HR og í fjaraðgangi.

1. Farðu inn á https://scholar.google.is og smelltu á Settings

2. Smelltu á Library links og skrifaðu inn Háskólinn í Reykjavík og smelltu svo á leitartáknið til hægri. Smelltu svo á Save.

3. Þegar þú leitar svo að heimildum í Google Scholar getur verið að þú fáir upp tengla sem á standa Þjónusta | Service@RU.is eða Til | Available@RU.is. Með því að smella á þessa tengla getur þú séð hvort greinin er keypt í HR og hvar aðgangur að henni er. Stundum þarf að smella á More til að fá tengilinn upp.

4. Þegar smellt er á @RU.is tenglana kemur upp síða sem segir til um það hvort greinin er aðgengileg. Ef hún er aðgengileg kemur tengill á það gagnasafn sem geymir greinina og hægt er að smella á Go til að fá greinina, en hún opnast þá í nýjum glugga eða tab.

5. Ef greinin er ekki aðgengileg kemur upp tengill til að panta greinina í millisafnaláni. Hægt er að smella á Go og þá opnast ný síða þar sem búið er að fylla inn upplýsingarnar um greinina og þú þarft aðeins að setja inn nafnið þitt, kennitölu og HR-netfang. ATH. getur kostað - skoðið verðskrá!

ATH. Tenglarnir á @HR.is koma aðeins upp þegar þú ert á netinu í skólanum. Ef þú ert að leita að heimildum utan skólans þá þarftu að fara inn á Google Scholar í gegnum fjaraðganginn http://www.ru.is/fjaradgangurVar efnið hjálplegt? Nei