Samstæðureikningsskil

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir íslensk lög um samstæðureikningsskil, hvaða alþjóðlegir staðlar gilda og helstu atriði þeirra. Rætt verður um óbeint eignarhald þ.e. í gegnum önnur félög eða með sérsamningum og hvernig taka skal á þessu í samstæðureikningsskilum. Einnig verða kenndar aðferðir við bakfærslu á öllum algengustu innbyrðis viðskiptum innan samstæðu.

  • Hvað segja íslensk lög um samstæðureikningsskil?
  • Hvaða alþjóðlegir staðlar gilda um samstæðureikningsskil?
  • Hvenær á að byrja að gera samstæðureikningsskil og hvaða aðferðir skal nota í upphafi?
  • Má undanþiggja einhver félög samstæðureikningsskilum?
  • Hvaða aðferðir á að nota við samstæðureikningsskil eftir upphafsdag?
  • Hvernig á að gera skattaleiðréttingar í samstæðum og stemma af hlutdeild minnihluta?
  • Hvenær á og má hætta að gera samstæðureikningsskil?
  • Hvernig á að greina frá því í samstæðu ef verið er að auka eignarhlut, eða minnka eignarhlut innan tímabils?
  • Hvað reglur gilda um skýringar í ársreikningi?
  • Hvernig á að setja fram reikningsskil í samræmi við alþjóðlega staðla?

 

Námskeiðið veitir 8 endurmenntunareiningar. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudaginn 29. janúar og fimmtudaginn 1. febrúar frá kl. 13.00-17.00.

Lengd: 8 klst. (2x4 klst)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Arni-Tomasson-prufumynd-eftir-staekkun

Árni Tómasson

Cand.oecon og löggiltur endurskoðandi

 
Árni er fyrrum bankastjóri Búnaðarbanka Íslands og hefur m.a. starfað sem stjórnarformaður Deloitte og sem formaður skilanefndar Glitnis banka. Árni hefur mikla reynslu af kennslu á háskólastigi og starfar sem stundakennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Árni er fyrrum formaður Félags löggiltra endurskoðenda og Norræna endurskoðendasambandsins. Árni var formaður prófnefndar til löggildingar endurskoðendastarfa og situr í dag í stjórnum þriggja fyrirtækja.

Verð

Verð: 63.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.  

Hafðu samband

Sandra Kristín

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri