Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Háskólakeppnin í forritun 2017

ACM international collegiate Programming Contest

Háskólakeppnin í forritun 2017 verður haldin í Háskólanum í Reykjavík þann 7. október kl. 9:00 - 14:00, í stofu M110. Boðið verður upp á pizzur í hádeginu. Hvert lið samanstendur af allt að þremur einstaklingum, en leiðbeiningar um skráningu er að finna hér. Skráning lokar 5. október kl. 16:00. Keppnin er haldin samhliða Norðurlandakeppninni í forritun.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á forritun, stærðfræði og/eða verkefnalausnum að taka þátt. Keppnin er hugsuð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, og er aðal málið að hafa gaman af. Einnig má hafa í huga að því fleiri sem taka þátt í þessari keppni, því fleiri sæti fær Norðvestur-Evrópa í Heimskeppninni í forritun, sem stóreykur líkur Íslands á að komast alla leið!

Hverjir mega taka þátt?

Keppnin er sérstaklega ætluð háskólanemum, sér í lagi nemendum úr Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, en nemendur úr framhaldsskólum eru líka velkomnir. Þeir sem falla ekki undir þessa hópa, en langar að taka þátt, er boðið að hafa samband.

Hvernig fer keppnin fram?

Hvert lið má aðeins nota eina tölvu á meðan keppninni stendur, og þarf liðið að koma með sína eigin tölvu. Liðið fær svo um 10 verkefni, og hefur 5 klukkustundir til að leysa eins mörg af þeim og það getur. Lið leysir verkefni með því að útfæra forrit sem framkvæmir það sem beðið er um í verkefnalýsingu, og skilar kóðanum á yfirferðarþjóninn Kattis. Upplýsingar um hvaða forritunarmál Kattis styður, og leiðbeiningar um hvernig á að skila kóða inn á Kattis, má finna hér.

Hvernig verkefni eru þetta?

Verkefnin eru miserfið, af mismunandi toga, og reyna meðal annars á kunnáttu á forritun, reikniritum og stærðfræði, og beitingu á rökhugsun. Hægt er að skoða dæmi frá gömlum keppnum hér.

Hvernig get ég æft mig?

Haldin verður æfingakeppni 1. október kl. 9:00 - 14:00, í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Boðið verður upp á pizzur í hádeginu. Þar verður farið yfir grunnatriði tengt forritunarkeppnum, og geta keppendur beðið um aðstoð á meðan æfingakeppninni stendur. Þetta verður líka tilvalinn staður til að mæta á ef einstaklingar eru í leit að liðsfélögum.

Einnig er hægt að finna ógrynni af verkefnum til að æfa sig á á Open Kattis, en þar má einmitt finna dæmi úr Norðurlandakeppninni í forritun síðan 2005.

Um Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

Keppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi. Lægra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu og hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun. Hærra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

Keppnin fer fram á vorin og upplýsingar verða birtar á forritun.is þegar nær dregur. 

Myndband frá 2017 keppninni

Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2017

Dæmi úr 2016 keppninni 

Hægt er að spreyta sig á dæmum úr síðustu keppni á Kattis. Það þarf að búa til aðgang og skrá sig inn til þess að geta leyst dæmin (Log in > Sign up for a Kattis account). Um að gera að prófa og hita sig upp fyrir aðalkeppnina.

Veitt verðlaun:

  • Besta lið hvorrar deildar úr heildarniðurstöðu 1. - 3. sæti
  • Besta nafngift á liði

Fyrirkomulag

Lið velja sér eina deild:

  • Beta deild  (erfiðleikastig 2)

Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

  • Delta deild (erfiðleikastig 1)

Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.


Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2016