Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

ACM international collegiate Programming Contest

Um Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

Keppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi. Lægra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu og hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun. Hærra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

Keppnin fer fram 17. mars nk. og er skráning hafin. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. mars.

Myndband frá 2017 keppninni

Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2017

Dæmi úr 2016 keppninni 

Hægt er að spreyta sig á dæmum úr síðustu keppni á Kattis. Það þarf að búa til aðgang og skrá sig inn til þess að geta leyst dæmin (Log in > Sign up for a Kattis account). Um að gera að prófa og hita sig upp fyrir aðalkeppnina.

Veitt verðlaun:

  • Besta lið hvorrar deildar úr heildarniðurstöðu 1. - 3. sæti
  • Besta nafngift á liði

Fyrirkomulag

Lið velja sér eina deild:

  • Beta deild  (erfiðleikastig 2)

Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

  • Delta deild (erfiðleikastig 1)

Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.


Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2016