Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023


Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 11. mars í Háskólanum í Reykjavík og í Háskólanum á Akureyri. 

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna. Forritunarkeppni framhaldsskólanna er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa. Keppninni er skipt í þrjár deildir, eftir erfiðleikastigi: alpha, beta og delta.Úrslit keppninnar 2022

Alpha

 Sæti - LiðsnafnSkóli  KeppendurMynd 
 1. S̸͋́e̵͂̏t̶͂̃n̶̓̍i̴̓̕n̵̚͝g̸̑̿a̷̍͋r̴͑̔b̷̑̎ȳ̶̆g̸̅̊g̷̿͂i̸͊͝ǹ̷͊g̵̓̓a̷͗͠ȑ̵̅ ̸̽̌v̸̍̃í̷̚ľ̶̇l̸͆̈́a̴̓̉Menntaskólinn í ReykjavíkBenedikt Vilji Magnússon

Einar Andri Víðisson
Kirill Zolotuskiy

 Setnbeyg
 2. Brynjar átti að velja nafn...Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiDagur Benjamínsson
Ingvar Óli Ögmundsson
Brynjar Haraldsson
 Brynjaratti
 3. 6d6f6e6b65TækniskólinnElías Andri Harðarson
Henrik Marcin Niescier
Kristinn Vikar Jónsson
 6d

Beta

Sæti - LiðsnafnSkóli Keppendur Mynd

1.Netþjónarnir

Tækniskólinn

Bjartur Sigurjónsson
Birgir Bragi Gunnþórsson

 Netthjonar
2. Masters of the Universe.

Menntaskólinn á Akureyri

Arnþór Atli Atlason
Dagur Smári Sigvaldason
Alans Treijs

 Masterofthe

3. Nogpidd

Menntaskólinn á Akureyri

Kári Hólmgrímsson
Ingi Hrannar Pálmason
Óðinn Andrason

 Nogpidd

Delta


Sæti - LiðsnafnSkóliKeppendurMynd 

1. Non stultus

Tækniskólinn

Þórhallur Tryggvason
Guðmundur Freyr Gunnlaugsson
Jason Helgi Hallgrímsson

 Nonstultus

2. Runtime Terror

Tækniskólinn

Kristófer Helgi Antonsson
Viktor óli Bjarkarson
Lúkas Máni Gíslason

 Runtimeterror

3. Keldor

Menntaskólinn á Akureyri

Dagur Nói Sigurðsson
Ernir Elí Ellertsson
Heiðmar Örn Sigmarsson

 Keldor


Besta nafnið: Non Binary Code:  
Keppandi: Sóley Björk Hauksdóttir

Bestanafnid

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í keppninni.

Ath. fyrir keppnina á Akureyri má hafa samband við Ólaf Jónsson, verkefnastjóra tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri olafurjons@ru.is eða olafurj@unak.is

Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi: 

  • Delta: Ætlað byrjendum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast forritun. Æskileg kunnátta er einföld strengjavinnsla, inntak, úttak, if setningar og einfaldar lykkjur. 
  • Beta: Millistig sem er ætlað til að brúa bilið á milli Delta og Alpha. Hér má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu en í Delta, t.d. faldaðar lykkjur (e. nested loops), flóknari strengjavinnsla og einföld reiknirit.
  • Alpha: Ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á forritun og skara fram úr. Bestu þátttakendum úr þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun. 

Sjá frekari upplýsingar um keppnisreglur

Fyrir nánari upplýsingar um keppnina má hafa samband við skrifstofu tölvunarfræðideildar td@ru.is fyrir keppnina í Reykjavík en fyrir keppnina á Akureyri má hafa samband við Ólaf Jónsson, verkefnastjóra tölvunarfræði við Háskólan á Akureyri olafurjons@ru.is eða olafurj@unak.is

Facebook síða keppninar

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

Myndband frá 2017 keppninni

Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2017