Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

ACM international collegiate Programming Contest

Úrslit keppninnar 2018

Eftir æsispennandi keppni í allan dag urðu niðurstöður eftirfarandi:

Beta deildin:
1. sæti - GULA GENGIÐ frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík 

Bjarni Dagur Thor Kárason
Tristan Ferrua Edwardsson

2. sæti - Forrit Moussaieff frá Menntaskólanum í Reykjavík

Garðar Ingvarsson
Helgi Sigtryggsson
Elvar Wang Atlason

3. sæti - Sætar Kartöflur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga, Fjölbrautarskólanum við Ármúla og Tækniskólanum 

Friðrik Njálsson
Gamithra Marga
Sigurður Orri Hjaltason

Delta deildin: 

1. sæti - Byte me! frá Tækniskólanum

Hannes Árni Hannesson
Ásþór Björnsson
Fannar Freyr Jónuson

2. sæti - ); DROP TABLE teams;-- frá Tækniskólanum

Reynir Aron Magnússon
Victor Wahid Ívarsson
Birkir Finnbogi H Arndal

3. sæti - Team Herbalife frá Menntaskólanum í Reykjavík

Ragnheiður Tryggvadóttir
Sesar Hersisson

Besta nafnið

Lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem ætlar að taka þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík

------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Dagskrá keppninnar 2018

Föstudagur 16.mars 16:00-17:30 

Tekið á móti keppendum í stofu M101 í HR og í HA. 
Ávarp deildarforseta. 
Lið fá afhenta boli og keppnisgögn. 
Þá fara keppendur í að prófa kerfin og stilla upp fyrir keppni laugardagsins.

Laugardagur 17. mars

09:00-10:00 Morgunmatur 
10:00-12:30 Liðin vinna að verkefnum keppninnar 
12:30-13:30 Hádegismatur 
13:30- 16:00 Liðin vinna að verkefnum keppninnar 
16:15 -17:15 Úrslit og verðlaunaafhending


Um Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

Keppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi. Lægra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu og hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun. Hærra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

Keppnin fer fram 17. mars nk. og er skráning hafin. Skráningu lýkur föstudaginn 9. mars.

Myndband frá 2017 keppninni

Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2017

Dæmi úr 2016 keppninni 

Hægt er að spreyta sig á dæmum úr síðustu keppni á Kattis. Það þarf að búa til aðgang og skrá sig inn til þess að geta leyst dæmin (Log in > Sign up for a Kattis account). Um að gera að prófa og hita sig upp fyrir aðalkeppnina.

Veitt verðlaun:

  • Besta lið hvorrar deildar úr heildarniðurstöðu 1. - 3. sæti
  • Besta nafngift á liði

Fyrirkomulag

Lið velja sér eina deild:

  • Beta deild  (erfiðleikastig 2)

Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

  • Delta deild (erfiðleikastig 1)

Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.


Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2016