Fara á umsóknarvef

ENS2A05

Nemendur lesa margvíslegar blaða- og fræðigreinar þar sem kafað er í innihald og orðaforða. Nemendur velja sér svo greinar til að rannsaka dýpra, skila af sér verkefni og kynna niðurstöður sínar. Einnig verða regluleg orðaforðapróf. Smásögur verða lesnar og kafað djúpt í þær. Tekin verða próf úr hverri smásögu fyrir sig, verkefni unnin og skrifuð ritgerð. Einnig hlusta nemendur á hlaðvörp og gera verkefni upp úr þeim. Almenn málfræðiatriði rifjuð upp.

Lokamarkmið áfangans felast í eftirfarandi lærdómsviðmiðum (þekking/leikni/hæfni)

Lokamarkmið áfangans felast í eftirfarandi lærdómsviðmiðum (þekking/leikni/hæfni)

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • ríkum orðaforða svo og mikilvægum orðasamböndum til notkunar við lestur.
 • þverfaglegum og all fjölbreyttum orðaforða til notkunar við ritun og tal.
 • Almennri enskri málnotkun og málfræði, ásamt formgerð og byggingu í rituðu máli.

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í

 • að skilja vel sérhæfða texta.
 • lestri sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gera talsverðar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
 • að taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi.
 • að skrifa formlega texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.

Hæfni

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

 • lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta.
 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis.
 • geta lagt gagnrýnið mat á texta.
 • skilja til gagns formlegt talað og flutt mál, t.d. fyrirlestra, fréttir og rökræður um ýmis málefni.
 • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður, t.d. við fyrirlestra og kynningar.


Var efnið hjálplegt? Nei