ÍSL 2A02

Lýsing

 Á námskeiðinu er fjallað um sögu vísinda og hugmynda, grunn vestrænna fræða og vísinda, frá fornöld til vísindabyltingarinnar. Unnið verður út frá gagnrýninni nálgun efnisins.

Námsmarkmið

Þekking

Saga vísinda og hugmynda

 • forngrískum arfi vestrænna fræða og vísinda

 • gagnrýninni nálgun fyrstu vestrænnu spekinganna

 • hvað felst í rökræðu og greiningu hugtaka

 • samfélagslegum hræringum á Vesturlöndum sem leiddu til vísindabyltingarinnar

Leikni

Saga vísinda og hugmynda

 • þekkja mun rökræðu og kappræðu

 • skýra helstu kenningar fyrstu vestrænu áhrifavaldanna og rekja þróun hugtaka innan fræða og vísinda

 • ástunda gagnrýna hugsun, treysta á eigin dómgreind, setja fram eigin spurningar og færa rök fyrir máli sínu 

Hæfni


Saga vísinda og hugmynda

 • geta greint frumþróun vestrænnar þekkingar og þekkingarfræðilegra álitamála innan fræða og vísinda

 • tjá eigin skilning og afstöðu til þróunar vestrænnar þekkingar

 • nýta gagnrýna nálgun við vinnslu verkefna

 • dýpka sýn sína á sjálfum sér, umhverfi sínu og umheiminum

 • viðhalda frjálsri hugsun sinni, undrun og skapandi íhugun


Lesefni • Buckingham, W . (2013). Heimspekibókin (ísl. þýð. Egill Arnarson). Reykjavík: Mál og Menning


Nánari upplýsingar:
Gunnhildur Grétarsdóttir.
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447.Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei