Fara á umsóknarvef

ISL 2A10

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur kynnist íslenskri menningu, fornbókmenntum og þróun íslenskrar tungu. Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun við ritun ólíkra tegunda ritgerða. Fjallað verður um uppbyggingu texta og meðferð heimilda. Auk þess eru nemendur þjálfaðir í að flytja ræður. Farið er yfir mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar talað er fyrir framan hóp fólks. Haldnir eru fundir til að þjálfa nemendur í hefðbundnum fundarstörfum. Á námskeiðinu er einnig fjallað um heimspeki og hugmyndasögu. Áhersla á gagnrýna nálgun efnisins.

Námsmarkmið

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

Ritun

 • hefðbundinni uppbyggingu ritgerða
 • heimildanotkun
 • helstu bókum og netsíðum um íslenskt mál

Munnleg færni

 • byggingu ræðu og ólíku ræðuformi
 • góðri framsögn
 • góðri framkomu í ræðustól og á fundum

Bókmenntir

 • eddukvæðum og Íslendingasögum
 • bragfræði, stíl og viðfangsefnum fornbókmennta
 • málbreytingum og þróun íslensk máls

Heimspeki og hugmyndasaga

 • forngrískum arfi vestrænna fræða og vísinda
 • gagnrýninni nálgun fyrstu vestrænnu spekinganna
 • hvað felst í rökræðu og greiningu hugtaka
 • samfélagslegum hræringum á Vesturlöndum sem leiddu til vísindabyltingarinnar

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

Ritun

 • skrifa og setja upp skipulega ritgerð með inngangi, meginmáli og niðurlagi
 • vinna með heimildir samkvæmt APA-kerfi
 • vinna út frá rannsóknarspurningu
 • beita viðeigandi málsniði og skrifa greinagóðan texta
 • nýta sér viðeigandi hjálpargögn við að skrifa skýran og vandaðan texta

Munnleg færni

 • tjá sig fyrir framan hóp áheyrenda
 • skipuleggja ræðu og fyrirlestra með inngangi, markvissri stefnu og skýru niðurlagi
 • flytja undirbúinn fyrirlestur með glærusýningu
 • taka þátt í málefnalegum umræðum

Bókmenntir

 • skilja valin eddukvæði með nútímastafsetningu
 • skilja valdar Íslendingasögur með nútímastafsetningu
 • þekkja einkenni og stíl valinna bókmenntagreina frá fyrri öldum

Heimspeki og hugmyndasaga

 • þekkja mun rökræðu og kappræðu
 • skýra helstu kenningar fyrstu vestrænu áhrifavaldanna og rekja þróun hugtaka innan fræða og vísinda
 • ástunda gagnrýna hugsun, treysta á eigin dómgreind, setja fram eigin spurningar og færa rök fyrir máli sínu 

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:

Ritun

 • eflt hæfni sína í að skrifa vandaðan og villulausan texta
 • beitt viðurkenndum og vönduðum aðferðum við meðferð heimilda og skilið mikilvægi þess

Munnleg færni

 • taka til máls og koma á framfæri rökstuddri afstöðu
 • skilja mikilvægi málefnalegrar og upplýsandi umræðu í samfélaginu.

Bókmenntir

 • túlka mikilvægi og áhrif fornbókmennta í menningu, tungu og sjálfsmynd Íslendinga
 • beita vísunum, tilvitnunum og fjölbreytni í orðavali jafnt í ræðu sem riti

Heimspeki og hugmyndasaga

 • geta greint frumþróun vestrænnar þekkingar og þekkingarfræðilegra álitamála innan fræða og vísinda
 • tjá eigin skilning og afstöðu til þróunar vestrænnar þekkingar
 • nýta gagnrýna nálgun við vinnslu verkefna
 • dýpka sýn sína á sjálfum sér, umhverfi sínu og umheiminum
 • viðhalda frjálsri hugsun sinni, undrun og skapandi íhugun

Lesefni

 • Ármann Jakobsson. (2015). Bókmenntir í nýju landi. Reykjavík: Bjartur.
 • Buckingham, W . (2013). Heimspekibókin (ísl. þýð. Egill Arnarson). Reykjavík: Mál og Menning
 • Efni á kennsluvef frá kennurum


Var efnið hjálplegt? Nei