Fara á umsóknarvef

ISL 2A10

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur kynnist bókmenntum til forna sem tengjast sögu og menningu landsins, auki færni sína í að tala fyrir framan hóp fólks og þjálfist í að skrifa vandaðan texta og beita gagnrýninni og skapandi hugsun. Einnig er fjallað um sögu vísinda og hugmynda, grunn vestrænna fræða og vísinda, frá fornöld til vísindabyltingarinnar. Unnið verður út frá gagnrýninni nálgun efnisins með áherslu á tengingu við líf og störf í nútímasamfélagi.

Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun við ritun ólíkra tegunda ritgerða. Fjallað verður um uppbyggingu texta og meðferð heimilda. Auk þess eru nemendur þjálfaðir í að flytja ræður. Haldnir eru fundir til að þjálfa nemendur í hefðbundnum fundarstörfum. 

Námsmarkmið

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

Ritun

  • hefðbundinni uppbyggingu ritgerða
  • heimildanotkun
  • helstu bókum og netsíðum um íslenskt mál

Munnleg færni

  • byggingu ræðu og ólíku ræðuformi
  • góðri framsögn
  • góðri framkomu í ræðustól og á fundum

Bókmenntir

  • eddukvæðum og Íslendingasögum
  • bragfræði, stíl og viðfangsefnum fornbókmennta

Heimspeki og hugmyndasaga

  • forngrískum arfi vestrænna fræða og vísinda
  • gagnrýninni nálgun fyrstu vestrænnu spekinganna
  • hvað felst í rökræðu og greiningu hugtaka
  • samfélagslegum hræringum á Vesturlöndum sem leiddu til vísindabyltingarinnar
  • hvaða máli hugmyndir fyrri tíma skiptaí nútímanum.


Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

Ritun

  • skrifa og setja upp skipulega ritgerð með inngangi, meginmáli og niðurlagi
  • vinna með heimildir samkvæmt APA-kerfi
  • vinna út frá rannsóknarspurningu
  • beita viðeigandi málsniði og skrifa greinagóðan texta
  • nýta sér viðeigandi hjálpargögn við að skrifa skýran og vandaðan texta

Munnleg færni

  • tjá sig fyrir framan hóp áheyrenda
  • skipuleggja ræðu og fyrirlestra með inngangi, markvissri stefnu og skýru niðurlagi
  • flytja undirbúinn fyrirlestur með glærusýningu
  • taka þátt í málefnalegum umræðum

Bókmenntir

  • skilja valin eddukvæði með nútímastafsetningu
  • skilja valdar Íslendingasögur með nútímastafsetningu
  • þekkja einkenni og stíl valinna bókmenntagreina frá fyrri öldum

Heimspeki og hugmyndasaga

  • ígrunda þann veruleika sem birtist hverju sinni
  • ástunda gagnrýna og skapandi hugsun
  • móta gagnrýnar rannsakandi spurningar
  • mynda sér skoðanir og færa góð rök fyrir máli sínu
  • þekkja mun á rökræðu og kappræðu
  • taka afstöðu til ýmissa lykilatriða úr kenningum heimspekisögunnar

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:

Ritun

  • skrifa vandaðan og skýran texta
  • koma efni frá sér á málefnalegum og upplýsandi hátt

Munnleg færni

  • taka til máls og koma á framfæri rökstuddri afstöðu
  • skilja mikilvægi málefnalegrar og upplýsandi umræðu í samfélaginu.

Bókmenntir

  • túlka mikilvægi og áhrif fornbókmennta í menningu, tungu og sjálfsmynd Íslendinga
  • beita vísunum, tilvitnunum og fjölbreytni í orðavali jafnt í ræðu sem riti

Heimspeki og hugmyndasaga

  • beita fræðilegum vinnubrögðum við skrif á heimspekilegum textum

  • nýta gagnrýna nálgun við vinnslu verkefna 

  • greina algengar rökvillur

  • taka þátt í heimspekilegum samræðum

  • dýpka sýn sína á sjálfum sér, umhverfi sínu og umheiminum 

  • efla frjálsa hugsun, undrun og skapandi ígrundun

Lesefni

  • Ármann Jakobsson. (2015). Bókmenntir í nýju landi. Reykjavík: Bjartur.


Var efnið hjálplegt? Nei