Fara á umsóknarvef

ÍSL3A10

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist íslenskri menningu og bókmenntum á 20. öld og fram til okkar daga. Einnig er fjallað um valdar hugmyndir innan heimspekinnar á 20. öld og í nútímanum með áherslu á að tengja við hversdagslega reynslu. Unnið verður út frá gagnrýninni nálgun efnisins. Í áfanganum fá nemendur áframhaldandi þjálfun frá fyrri íslenskuáfanga í að flytja mál sitt fyrir framan hóp og þjálfa vinnubrögð við ritun og heimildavinnu. Auk þess verða gestafyrirlesarar, vettvangsferðir og fleira sem tengist viðfangsefni áfangans.

Námsmarkmið

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

Ritun

 • sjálfstæðri heimilda- og rannsóknarvinnu 
 • skipulagðri hópvinnu
 • sjálfstæðri umfjöllun um samfélagsmál og bókmenntir

Munnleg færni

 • uppbyggingu fyrirlestra 
 • umræðum og fyrirspurnum um margvísleg viðfangsefni
  hæfni í rökræðum

Bókmenntir

 • helstu menningarstraumum íslenskra bókmennta frá 1900 til okkar daga
 • bragfræði, stíl og ólíkum blæbrigðum texta
 • klassísku bókmenntaverki frá 20. öld
 • nýju íslensku bókmenntaverki
 • völdum íslenskum ljóðum og smásögu

Heimspeki og hugmyndasaga

 • helstu stefnum og kenningum áhrifamestu vestrænu fræðinganna
 • margbreytileika sögu vísinda og tengslum hug- og raunvísinda
 • mikilvægi gagnrýninnar vísindalegrar hugsunar

Leikni:

Nemandi skal hafa ölast leikni í:

Ritun

 • vinna að ýmiss konar textagerð bæði í hóp og sem einstaklingur
 • vinna sjálfstætt með heimildir samkvæmt APA-kerfi
 • tjá sig í skýru og hnitmiðuðu máli um samfélagsleg viðfangsefni og bókmenntatexta

Munnleg færni

 • flytja og kynna fyrir framan hóp niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar
 • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegum umræðum

Bókmenntir

 • meta og skilja þróun og sögu íslenskra bókmennta á 20. öld og til okkar daga
 • greina ólíkar stíltegundir og blæbrigði í texta
 • vinna með og túlka með gagnrýnum hætti ólíka texta

Heimspeki og hugmyndasaga

 • rekja helstu áhrifavalda vestrænnar þróunar vísinda og hugmynda
 • skýra nokkur helstu hugtök vestrænnar hugmyndasögu
 • beita gagnrýninni hugsun og treysta á eigin dómgreind 
 • tengja þróun vísinda og þekkingar eigin veruleika

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:

Ritun

 • beita gagnrýninni hugsun við öflun og úrvinnslu heimilda, t.d. við ritgerðir í frekara námi og við skýrslugerð í atvinnulífi 
 • beita skipulegum vinnubrögðum í hópstarfi, jafnt í skóla sem atvinnulífi
 • geta á málefnalegan og sjálfstæðan hátt fjallað um ólík viðfangsefni

Munnleg færni

 • kynna rannsóknir, hugmyndir og eigin skoðanir á skýran hátt, t.d. í áframhaldandi námi, í atvinnulífi og á opinberum vettvangi
 • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu í samfélaginu
 • átta sig á mikilvægi víðsýni og umburðarlyndis í rökræðum og málflutningi

Bókmenntir

 • túlka mikilvægi íslenskra bókmennta í menningu, tungu, sjálfstæði og sjálfsmynd Íslendinga 
 • beita vísunum, tilvitnunum og fjölbreytni í orðavali jafnt í ræðu sem riti

Heimspeki og hugmyndasaga

 • Fjalla frjálst en agað um hugtök og kenningar
 • spyrja eigin spurninga um viðfangsefnin og koma með eigin tengingar
 • geta greint áhrif þróunar vísinda og hugmynda á samtímann 
 • geta af umburðarlyndi og víðsýni rökrætt sögulega þróun

Lesefni

 • Öldin öfgafulla (höf. Dagný Kristjánsdóttir)
 • Íslandsklukkan (höf. Halldór Laxness)


Var efnið hjálplegt? Nei