Fara á umsóknarvef

LÖG3A02

Kynnt verður stuttlega hvernig nota á rafræna og prentaða upplýsingamiðla í lögfræði. Kennslan felst einkum í að vinna með lögfræðilegan orðaforða. Lesnir verða stuttir danskir (laga) textar með það að markmiði að ná skilningi á orðaforða tengdum lögfræði. Nemendur kynna sér þau rafrænu hjálpargögn og þá dönsku vefmiðla sem tiltæk eru til frekari upplýsingaöflunar á sviði lögfræði. Námskeiðið kynnir stuttlega aðferðafræði lögfræðinnar, réttarheimildir og meðferð þeirra.

Námsmarkmið

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • Grundvallarorðaforða tengdum lögfræði á íslensku og dönsku
  • Yfirsýn yfir helstu réttarheimildir
  • Grunnhugmyndum um aðferðafræði lögfræðinnar.

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • Að nota rafræn hjálpargögn og danska vefmiðla til að afla sér upplýsinga á sviði lögfræði.
  • Að finna og vinna með lögfræðilegar heimildir

Hæfni:

  • Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér í dönskum lagaorðaforða og lestri stuttra texta sem tengjast lögfræði

Lesefni

Efni frá kennara



Var efnið hjálplegt? Nei