NAT3A05
Nemendur kynnast lífeðlisfræði mannsins og þeim líffærakerfum sem koma við sögu. Einnig fá nemendur innsýn í dýra- og plönturíkið, sem og kynnast starfsemi og fjölbreytileika baktería og veira.
Lokamarkmið áfangans felast í eftirfarandi lærdómsviðmiðum (þekking/leikni/hæfni)
Lokamarkmið áfangans felast í eftirfarandi lærdómsviðmiðum (þekking/leikni/hæfni)
Þekking:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- undirstöðuhugtökum í lífeðlisfræði og skipulagi mannslíkamans
- flokkunarkerfi lífvera, byggingu baktería, sveppa, og frumvera
- einkennum og lífsháttum dýrafylkinga og plantna
- veirum og fjölgun þeirra
Leikni:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í
- engja saman líffærakerfi mannsins og hvernig þau vinna saman
- Kynnast flokkunarkerfi lífvera
- nota smásjár, kryfja og greina lífverur
- beita hugtökum á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
Hæfni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að
- útskýra hvernig samspil líffærakerfa er stjórnað og hvernig þau hafa áhrif hvert á annað
- skilja lífheiminn og fjölbreytileika hans, þróun lífvera og flokkun
- tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi
- sýna sjálfstæð vinnubrögð og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
- vinna í hóp m.a. til þess að auka skilning á námsefninu