RIT3A05
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna nemendum aðferðafræði og vinnulag sem beitt er við heimilda- og rannsóknarverkefni. Nemendur vinna verkefni sem þjálfa þá í heimildanotkun, uppsetningu ritgerða, úrvinnslu kannana, skipulögðu hópstarfi og hnitmiðuðum kynningum. Í sumum verkefnanna er gert ráð fyrir skilum bæði á íslensku og ensku. Í öllum verkefnum er gerð krafa um að nemendur beiti viðeigandi málsniði, vandi alla framsetningu og frágang.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:- einkennum ólíkra ritsmíða í íslensku og ensku
- mismunandi málsniði og stíl í íslensku og ensku
- að vinna markvisst út frá rannsóknarspurningu (tilgátu) og leita svara við henni eftir fræðilegum/hlutlægum leiðum
- heimildaöflun á bókasöfnum, í rafrænum gagnasöfnum og á netinu
- hnitmiðuðum kynningum verkefna á íslensku og ensku
- skipulagi og markvissu hópstarfi
- gildi og notkun kannana við verkefnavinnu
- vinnulagi í háskólanámi
Leikni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:- vinna enn frekar í formlegri uppsetningu ritgerða
- vinna með markvisst með heimildir
- greina og skilgreina málnotkun í ólíkum miðlum í íslensku og ensku
- þjálfa markvisst kynningu verkefna á íslensku og ensku
- vinna í hóp og þjálfa skipulag og verkaskiptingu
- nota viðeigandi gagnasöfn til að sækja ritrýndar vísindagreinar
Hæfni
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:- beita viðeigandi málsniði við textagerð og kynningar á íslensku og ensku
- vísa í heimildir og meta áreiðanleika heimilda
- taka þátt og sýna ábyrgð í hópverkefnum
Lesefni:
- Í íslenska hlutanum er efni frá kennara.
- Í enska hlutanum er efni frá kennara.