Fara á umsóknarvef

STR3A04

Í þessum áfanga er fjallað um talnareikning, netafræði, þríhyrning Pascals og sönnunartækni.

Talnareikningur:

  • Deilanleiki
  • Pýþagoriskar þrenndir
  • Prímtölur
  • Tvíundarkerfi og reikningur í því kerfi
  • Leifareikningur
  • Ræðar og óræðar tölur

Netafræði:

  • Skilgreiningar
  • Rásir
  • Tré

Þríhyrningur Pascals:

  • Regla Pascals
  • Tvíliðureglan

Sönnunartækni:

  • Óbein/bein sönnun
  • Sönnun út frá mótsögn
  • Þrepasönnun

Námsmarkmið

Þekking
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum:

  • Þekki skilgreiningar á prímtölum, deilanleika og tvíundarkerfi. Þekki til leifareiknings, skilgreininga á ræðum og óræðum tölum. Þekki til ólíkra reiknirita.
  • Þekki til Pyþagoriskra þrennda
  • Þekki skilgreiningar á netum og trjám
  • Þekki Pascal þríhyrning og reikning með tvíliðustöðlum
  • Þekki til mismunandi sönnunaraðferða og uppbyggingu þrepasönnunar.

Leikni

Nemandi skal hafa öðlast færni í að:
  • Greina milli prímtalna og annarra talna.
  • Búa til Pyþagorískar þrenndir
  • Vinna með deilanleika talna
  • Framkvæma einföldustu reikniaðgerðir í tvíundarkerfinu
  • Setja upp einföld reiknirit
  • Vinna með rásir og brautir og fundir leið í gegnum net.
  • Vinna með tré og t.d. fundið hæð tvíundartrés.
  • Nota tvíliðuregluna til að reikna út stuðla í þríhyrningi Pascals
  • Beita þrepasönnun


Hæfni

Nemandi skal hafa öðlast hæfni í að
  • Skilja gagnsemi og tilgang ólíkra talnakerfa
  • Skilja kosti og galla nokkurra algengra reiknirita
  • Skilja tilganginn með netafræði og tengslum hennar við raunveruleg vandamál
  • Átti sig á tengslum þríhyrnings Pascals við vandamál í líkindafræði
  • Þekki kosti og takmarkanir þrepasönnunar


Var efnið hjálplegt? Nei