ÞJÓ2B02
Lýsing
Hlutverk hins opinbera kannað. Tekjur og gjöld.
Efnahagskerfi með viðskipti við útlönd eru skoðuð, milliríkjaviðskipti. Farið verður í gengi gjaldmiðla og helstu áhrif gengisbreytinga. Þjóðarframleiðslan. Hvað er átt við með virðisauka/verðmætasköpun? Aðferðir við útreikning á þjóðarframleiðslunni æfðir. Verðlagsþróun er skoðuð, Hvenær er jafnvægi á markaði? Þ.e. heildareftirspurn jöfn heildarframboði á markaði. Hugtökin verðbólga, vísitölubinding og verðbætur kynnt. Verðmyndun framleiðsluþátta skoðuð. Auðlindir, fjármagn, vinnuafl.
Námsmarkmið
ÞekkingAð við lok námskeiðsins hafi nemendur þekkingu á helstu þáttum efnahagshringrásarinnar í opnu hagkerfi. Þekki hvernig reikningar þjóðarframleiðslunnar eru samsettir.
- Þekki helstu áhrifaþætti framboðs- og eftirspurnar.
- Þekki helstu áhrifaþætti verðbólgu.
- Þekki helstu hagfræðinga klassískrar hagfræði og þekki hvaða stefnur hafa verið ríkjandi í hagfræði.
- Þekki hlutverk hins opinbera
Hæfni
- Skilji hvaða áhrif breyting á gengi gjaldmiðils hefur á efnahagskerfið.
- Geti reiknað þjóðarframleiðsluna.
- Skilji hvernig verðlagsþróun ræðst af samspili heildarframboðs og heildareftirspurnar. Geti sýnt hvernig breytingar á einum þætti hliðri jafnvægi milli heildarframboðs og heildareftirspurnar.
- Skilji hvað veldur verðbólgu og hvernig hún er mæld og geti reiknað verðbætur. Geti reiknað hækkun milli tímabila, þróun og kaupmátt.
- Geti túlkað framboð og eftirspurn eftir vinnuafli myndrænt og skilji hvers konar ástand ríkir á vinnumarkaðnum.
- Þekki mismun á beinum og óbeinum sköttum, tekjutilfærsla o.fl.
Leikni
- Hafi náð tökum á að reikna þjóðarframleiðsluna og tekið tillit til verðlagshækkunar.
- Hafi náð tökum á að leysa hagnýt verkefni í þjóðhagfræði.
- Hafi öðlast getu til að nýta þjóðhagfræði við greiningu upplýsinga.
- Hafi náð tökum á því að setja upplýsingar fram með línuritum og lesa upplýsingar úr línuritum.
- Hafi náð skilningi á áhrifum mismunandi skatta og samsetnigu fjármála hins opinbera.
Lesefni
Þjóðhagfræði I
Greining framleiðsluþátta og viðskipta í nútímahagkerfi
Höf. Sigurjón Valdimarsson