Nefndir og ráð

Námsmatsnefnd

Námsmatsnefnd samanstendur af þremur starfsmönnum sem kosnir eru á fundi nemenda og kennara frumgreinadeildar HR  til eins árs í senn. Einn af þeim er formaður nefndarinnar og er hann ábyrgur fyrir því að boða fundi. Hlutverk námsmatsnefndar er eftirfarandi:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu.
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum.
  • Hafa umsjón með yfirferð á umsóknum nemenda.

Veturinn 2022 - 2023 sitja eftirfarandi frumgreinakennarar í nefndinni:

  • Arna Björk Jónsdóttir, frumgreinakennari
  • Snjólaug Steinarsdóttir, frumgreinakennari
  • Sveinn Arnar Stefánsson, frumgreinakennari

Deildarfundir nemenda og kennara

Deildarfundir nemenda og kennara Háskólagrunns HR eru að jafnaði haldnir tvisvar á önn. Fundirnir eru samráðsvettvangur nemenda og kennara. Á fundunum er fjallað og ályktað um fagleg málefni náms Háskólagrunns HR. Fundina sitja allir kennarar deildarinnar og einn fulltrúi nemenda úr hverjum bekk.

Fagráð

Fagráð mótar stefnu og undirbýr ákvarðanir fyrir Háskólagrunn HR. Þetta á einkum við um námsgreinar, námsskipulag og gæðamál. Fagráð skal með ákvörðunum sínum stuðla að því meginmarkmiði Háskólagrunns HR að búa nemendur undir áframhaldandi nám á háskólastigi.

Í fagráði eiga sæti forstöðumaður deildarinnar, einn fulltrúi frá tæknisviði og einn fulltrúi frá samfélagssviði sem tilnefndir eru af sviðsforsetum. Þegar ástæða er til getur fagráð óskað eftir áliti frá einstökum háskóladeildum skólans, kennurum Háskólagrunns auk núverandi og fyrrverandi nemendum deildarinnar.

Eftirfarandi aðilar eru í fagráði frumgreinadeildar

Anna S. Bragadóttir, forstöðumaður og formaður nefndarinnar

Brynja Björk Magnúsdóttir, fulltrúi frá samfélagssviði

Jens Arnljótsson, fulltrúi frá tæknisviði



Var efnið hjálplegt? Nei