Sækja um
Inntökuskilyrði
Fyrir þá sem lokið hafa iðnnámi:
- Staðfest afrit af burtfararskírteini
- Hafi umsækjandi lokið sveinsprófi skal staðfest afrit af sveinsprófi einnig fylgja með.
Fyrir þá sem hafa ekki lokið iðnnámi:
- Staðfest afrit af námsferli
- Starfsvottorð
Við mat á umsóknum er starfsreynsla umsækjenda talin til tekna.
Fyrir þá sem lokið hafa stúdentsprófi og sækja um viðbótarnám í stærðfræði og raungreinum:
- Staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini. Við mat á umsóknum er starfsreynsla umsækjenda talin til tekna. Æskilegt er að umsækjendur skili inn starfsvottorði.
Umsókn um mat á fyrra námi
- Til þess að nemandi fái nám frá öðrum skólum metið skal hann að öðru jöfnu hafa lokið prófi í hliðstæðum námskeiðum með lágmarkseinkunnina 7,0. Nemandi sem óskar eftir því að fá fyrra nám sitt metið sækir um það til deildarfulltrúa með því að fylla út þar til gert eyðublað.
- Mat náms frá öðrum skólum skal vera í höndum námsmatsnefndar.
- Við mat á fyrra námi gildir almennt að námskeið eldri en 7 ára eru ekki metin.
- Metnir áfangar eru ekki lánshæfir hjá LÍN.
- Athugaðu að niðurstöður námsmatsnefndar eru bindandi.
- Sækja þarf um námsmat í einstökum áföngum í upphafi annar ekki seinna en tveim vikum eftir að kennsla hefst.
- Umsókn um mat á fyrra námi inn í Háskólagrunn HR