REI 3A05
Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefbundnu frumgreinanámi.
Lýsing
Í þessum áfanga er byrjað á því að fara yfir grunnreglur í bókfærslu, hvernig tvíhliða bókhald er fært og hvernig gögn í bókhaldi eru flokkað eftir eðli. Almennar reglur um virðisaukaskatt eru kynntar og skoðað það lagaumhverfi sem við búum við. Verkefni úr bókinni eru unnin í excel.
Bókhaldsforritið Netbokhald.is er notað til að færa næstu verkefni, færslur bókaðar í fjárhagskerfi, sölukerfi og launakerfi. Farið í ýmis sérverkefni og farið dýpra í ýmsa sérþætti í reikningshaldi.
Færslur bókaðar í fjárhagskerfi, sölukerfi og laugakerfi. Næst er farið í ýmis sérverkefni og farið dýpra í ýmsa sérþætti í reikningshaldi. Afskriftir, skuldabréf, verðtryggð og óverðtryggð, hlutabréf o.fl.
Í lok áfangans skoðum við heildarmyndina sem ársreikningurinn gefur okkur. Hvernig hægt er að meta stöðu fyrirtækja með greiningu ársreikninga með kennitölum.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
- dagbókarfærslum
- virðisaukaskatti, lögum og reglum, þrepaskiptingu. undanþágum.
- tölvubókhaldi, fjárhagsbókhaldi, sölukerfi, launabókhaldi.
- afskriftum, lögum og reglum um afskriftir
- hlutabréfum, kaupverði, söluverði, hagnaði/tapi.
- skuldabréfum, óverðtryggðum og verðtryggðum.
- greiningu ársreikninga, kennitölum.
Leikni
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
- hafi náð þjálfun í bókun dagbókarfærsla, bæði handfært (excel) og í gegnum tölvubókhald.
- þekki til helstu regla um virðisaukaskatt og geti bókað á viðeigandi hátt hinar ýmsu mismunandi færslur.
- geti bókað hlutabréf, fært endurmat, kaup og sölu þeirra.
- geti bókað skuldabréf, reiknað verðbætur, vexti og fundið afborgun.
- þekki til flokka afskrifta og geti afskrifað samkvæmt viðeigandi flokkum og notað leyfilegar prósentur.
- geti greint ársreikninga og fundið hinar ýmsu kennitölur um lykilstærðir í rekstri fyrirtækja.
Hæfni
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
- nemandi hafi í lok námsskeiðs skilning á þeim upplýsingum sem bókhald gefur.
- hann geti lesið ársreikninga og túlkað niðurstöðu þeirra, hafi hæfni til að taka upplýsingar úr ársreikningum og reikna kennitölur og túlkað niðurstöður þeirrra, að hann hafi hæfni til að meta rekstrarhæfi fyrirtækja.
- nemandi hafi náð það mikilli þekkingu á algengum hugtökum reikningshalds að hann hafi hæfni til þess að yfirfæra það á algeng hugtök í umræðum um efnahagsmál bæði heimilanna og þjóðarinnar.
Lesefni
- Sigurjón Valdimarsson: Bókfærsla og reikningshald (útgefin haust 2021) Kennari námskeiðsins selur bókina.