Burgos á Spáni

Alþjóðasvið Háskólans í Reykjavík hlaut styrk frá Leonardo áætluninni á Íslandi til að styrkja10 nemendur í frumgreinanámi skólans til spænskunáms í Burgos á Spáni og námsferðir í fyrirtæki
 
Nemendurnir bjuggu hjá spænskum fjölskyldum í fjórar vikur og voru mjög ánægðir með allar móttökur á Spáni. Þetta var ómetanlegt tækifæri til að kynnast siðum og venjum annarra þjóða.

Fjallað var um dvöl þeirra í dagblaði í Burgos og myndin með þeirri frétt var tekin er þeir heimsóttu mjólkursamsöluna í Burgos. Sjá úrklippu úr Diario de Burgos  (pdf)

Umsagnir nemenda  - Burgos

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja um styrk til þess að fara að læra spænsku í Burgos á Spáni, var einföld. Í boði var fullur styrkur til þess að fara til Spánar í 4 vikur, búa hjá fjölskyldu og leggja stund á nám hálfan daginn, og svo kynnast nýrri menningu og siðum restina af tímanum. Ég taldi mig hafa það góðan námsárangur að ég ákvað að sækja um. Ég hlaut styrkinn og þegar nær dró var undirbúningsnámskeið í spænsku haldið af mjög færum kennara. Þegar upp var staðið hafði ég kynnst nýju tungumáli, nýrri menningu og siðum og eignast frábæra nýja félaga. Ég hafði farið til borga á Spáni sem ég mun seint koma til með að heimsækja aftur. Þetta var því frábært tækifæri til að upplifa ný ævintýri.

 Pétur Guðnason, nemi í  hátæknifræði

Ég var einn af þeim sem fékk styrk til að dvelja í  Burgos á Spáni. Sú dvöl var mjög skemmtileg í alla staði. Tekið var á móti okkur af slíkri gestrisni að það hálfa hefði verið nóg.
Fjölskyldan sem ég gisti hjá þennan mánuð, var skipuð þremur konum á aldrinum frá 60-95 ára, sannarlega spænskar mæðgur þar á ferð sem allt vildu fyrir mig gera.
Þær töluðu reyndar ekki stakt orð í ensku, það sama gilti um mig hvað varðaði spænskuna. Þó hafði Margrét Jónsdóttir, prófessor í spænsku sem hafði yfirumsjón með hópnum
komið inn þó nokkrum frösum og helstu kurteisisvenjum inn í kollinn minn. Þannig að þetta kom jafnt og þétt bæði með því að umgangast „spænsku mömmurnar mínar"
sem og við vorum í spænskukennslu hjá Universidad de Burgos sem ég kann bestu þakkir fyrir kennsluna. Í heildina litið var þetta frábær hópur sem var þarna saman kominn, ýmislegt var gert sér til skemmtunar sbr. slakað á í sólinni og ferðast á ströndina sem og kynnst spænskri menningu.Mæli hiklaust með að fólk sæki um styrk sem þennan því það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt í alla staði.

Guðlaugur Jónas Guðlaugsson, nemi í lögfræði

Burgos-5


Burgos-1


Burgos_3

Var efnið hjálplegt? Nei