Útskriftir

Brautskraning_frumgreina_jan20165

Brautskráning frumgreinadeildar

HR brautskráði síðastliðinn föstudag 32 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. Athöfnin var haldin í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. 

Útskrift frumgreina

32 nemendur brautskráðir úr frumgreinadeild HR

Í ár var kynjahlutfall brautskráðra nemenda frá frumgreinadeildinni í fyrsta skipti jafnt. Flestir eru með starfsreynslu úr verslunar- og þjónustugeiranum, margir hafa lokið sveinsprófi í iðngrein og enn aðrir hafa sinnt verkamannastörfum, en þátttaka á vinnumarkaði er eitt skilyrða þess að komast í námið. Stærstur hluti brautskráðra nemenda hyggst halda áfram námi við akademískar deildir HR í haust. Elsti nemandinn sem útskrifaðist í ár er 43 ára en sá yngsti 21 árs.

36 brautskráðir með frumgreinapróf

Háskólinn í Reykjavík brautskráði síðastliðinn föstudag, þann 16. janúar, 36 nemendur með frumgreinapróf.

Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent við tækni- og verkfræðideild HR. Af hálfu útskriftarnema talaði Védís Erna Eyjólfsdóttir. Tónlistaratriðið var að þessu sinni í höndum Gunnars Hilmarssonar og Matthíasar Stefánssonar.

Útskrift frumgreina

Brautskráning frumgreinanemenda

Háskólinn í Reykjavík brautskráði laugardaginn 7. júní 39 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Brautskráning

Útskrift úr frumgreinanámi

Laugardaginn 8. júní

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 31 nemanda úr MBA-námi og 47 frumgreinanema á laugardag. Báðar athafnirnar fóru fram í húsnæði háskólans við Nauthólsvík.

Brautskráning frumgreinanemenda - janúar 2013

Við brautskráninguna hlaut Aníta Hauksdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Hún hlaut jafnframt viðurkenningu þýska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í þýsku.

Brautskráning frumgreinanema í júní 2012

Við brautskráninguna hlaut Jón Þórir Þorvaldsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Jón Þórir fékk jafnframt viðurkenningar frá Þýska sendiráðinu og Danska sendiráðinu fyrir ágætis árangur í þýsku og dönsku..

Útskrift frumgreinanemenda - janúar 2012

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í dag 29 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Antares í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.


Var efnið hjálplegt? Nei