Útskrift frumgreinanemenda - janúar 2012

Útskrift 14.1.2012

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í dag 29 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Antares í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Við athöfnina flutti Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans ávarp. Af hálfu útskriftarnema talaði Þórunn Daðadóttir og af hálfu eldri nemenda Aðalsteinn Símonarson véltæknifræðingur og forstöðumaður framleiðslusviðs hjá Límtré Vírnet. Arna Margrét Jónsdóttir söng nokkur lög við undirleik.

Við brautskráninguna hlaut Ólafur Georg Gylfason viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Ólafur fékk jafnframt viðurkenningar frá  Þýska sendiráðinu og Danska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku. Þórunn Daðadóttir fékk líka viðurkenningu fyrir ágætan árangur í dönsku frá Danska sendiráðinu. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson. 

Útskrift 15.1.2011

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í dag 23 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í nýju húsi Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Við athöfnina flutti Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans ávarp. Af hálfu útskriftarnema talaði Lilja Björg Guðmundsdóttir og af hálfu eldri nemenda Þórhallur Sverrisson hagfræðingur og leikari. Langholtsdætur fluttu nokkur lög við athöfnina.

Við brautskráninguna hlaut Heiðar Jón Heiðarsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Ingi Bogi Bogason, forstöðumaður mennta- og mannauðs afhenti Heiðari viðurkenninguna. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

Utskriftarhopurinn-frumgreinar-jan-2011

Útskrift 18.6.2010

36 nemendur frumgreinanáms Háskólans í Reykjavík voru útskrifaðir með frumgreinapróf laugardaginn 12. janúar s.l.  Útskriftin fór fram í nýju húsi Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Við athöfnina flutti Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans ávarp. Af hálfu  útskriftarnema talaði Marteinn Friðriksson  og af hálfu eldri nemenda  Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.  Anna Klara Georgsdóttir söng íslensk og þýsk lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur.

Við útskriftina hlaut Susanne Barbara Götz  viðurkenningu Samtaka iðnaðarins  fyrir bestan árangur í frumgreinanámi og Jóhann Fannar Guðjónsson hlaut viðurkenningu frá Þýska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í tungumálum og hugmyndasögu. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor HR  Ari Kristinn Jónsson

Útskrift 16. janúar 2010

Brautskráning nemenda með frumgreinapróf fór fram laugardaginn 16.janúa. Að þessu sinni útskrifuðust 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru þrír, sem stundað hafa frumgreinanám HR hjá Háskólasetri Vestfjarða. Það má rekja til samnings, sem Háskólasetur Vestfjarða gerði við HR vorið 2008 um að bjóða frumgreinanám HR í staðarnámi á Ísafirði.

Útskriftin fór fram í nýju húsi Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Við athöfnina fluttu Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða ávörp.

Af hálfu útskriftarnema töluðu Guðmundur Óskar Reynisson og Ragnar Björgvinsson og af hálfu eldri nemenda Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor í tækni- og verkfræðideild HR. Gospelkór HR söng nokkur lög.

Við útskriftina hlaut Einar Bjarni Pedersen viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir framúrskarandi árangur í frumgreinanámi. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín ávarpaði Svafa Grönfeldt, rektor HR, hina nýútskrifuðu nemendur.

Útskrift 6. júní 2009

Brautskráning nemenda með frumgreinapróf fór fram laugardaginn 6. júní sl. Að þessu sinni útskrifuðust 22 nemendur, 6 konur og 16 karlar. Yfir 80% þeirra stefna að háskólanámi við HR í haust. Mikil aðsókn er að frumgreinanámi og komast færri að en vilja enda hefur það sýnt sig að frumgreinanám HR er góður undirbúningur fyrir háskólanám.

Við útskriftarathöfnina flutti Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna Háskólans, ávarp og fulltrúi útskriftarnema, Erna Björk Ingadóttir og fulltrúi eldri nemenda Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku ávörpuðu samkomuna. Að lokinni brautskráningu flutti rektor skólans, Svafa Grönfeldt, ræðu. Um tónlistina sáu Kristjana Stefánsdóttir, Tómas R Einarsson og Gunnar Gunnarsson.

Tveir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í frumgreinanámi. Þessir nemendur eru: Gísli Kristján Ólafsson sem fékk viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins og Gunnar Viðar Gunnarsson sem fékk viðurkenningu frá þýska sendiráðinu.


Var efnið hjálplegt? Nei