Brautskráning frumgreinanema í júní 2012

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í dag 29 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Bellatrix í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði María Dís Ásgeirsdóttir, byggingartæknifræðingur og verkefnisstjóri. Af hálfu útskriftarnema talaði Andri Þór Bjarnason. Elisabet Einarsdóttir sópransöngkona söng þrjú lög við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Við brautskráninguna hlaut Jón Þórir Þorvaldsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Jón Þórir fékk jafnframt viðurkenningar frá  Þýska sendiráðinu og Danska sendiráðinu fyrir ágætis árangur í þýsku og dönsku. Hannes Guðmundsson hlaut viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir ágætis árangur í stærðfræði. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

 Útskrift frumgreinanemenda frá HR 2012


Var efnið hjálplegt? Nei