Brautskráning frumgreinanemenda - janúar 2013

Háskólinn í Reykjavík brautskráði þann 19. janúar sl. 34 nemendur með frumgreinapróf.

Við brautskráninguna hlaut Aníta Hauksdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi.  Hún hlaut jafnframt viðurkenningu þýska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í þýsku. Perla Þrastardóttir hlaut viðurkenningu danska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í dönsku og fékk jafnframt viðurkenningu fyrir ágætan árangur í íslensku. Vladimir  Omelianov hlaut viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir ágætan árangur í stærðfræði og fékk auk þess viðurkenningu fyrir ágætan árangur í raungreinum. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði Haukur Óskarsson, véltæknifræðingur og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá verkfræðistofunni Mannviti. Af hálfu útskriftarnema talaði Perla Þrastardóttir.

Frumgreinanám HR er undirbúningur fyrir fólk úr atvinnulífinu sem þarf frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi. Frumgreinanám hentar líka stúdentum sem þurfa að bæta við sig námi í stærðfræði og raungreinum.

Brautskráningin fór fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

20130119_6628-as-Smart-Object-1

20130119_7039

20130119_6993-as-Smart-Object-1Var efnið hjálplegt? Nei