Útskrift úr frumgreinanámi

Laugardaginn 8. júní

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 31 nemanda úr MBA-námi og 47 frumgreinanema á laugardag. Báðar athafnirnar fóru fram í húsnæði háskólans við Nauthólsvík.

Fyrri útskrift dagsins var úr frumgreinanámi HR. Af hálfu eldri nemenda talaði Trausti Gylfason tæknifræðingur og og öryggisstjóri hjá Norðuráli. 25 ár eru síðan Trausti og þeir sem brautskráðust með honum luku raungreinadeildarprófi frá frumgreinadeild Tækniskóla Íslands, fyrirrennara frumgreinanáms HR,  og af því tilefni voru margir úr þeim árgangi viðstaddir athöfnina. Gaf 25 ára afmælisárgangurinn frumgreinanámi HR 150 þúsund króna peningagjöf við þetta tækifæri. Af hálfu útskriftarnema talaði Linda Ýr Ægisdóttir.

Við brautskráninguna hlaut Freyja Yeatman Ómarsdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Hún hlaut jafnframt viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir ágætan árangur í stærðfræði. Friðrik Rúnar Halldórsson, Gísli Trausti Jóhannesson og Karl Daníel Magnússson fengu allir viðurkenningu fyrir ágætan árangur í frumgreinanámi. María Kristjánsdóttir hlaut viðurkenningu þýska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í þýsku og fékk jafnframt viðurkenningu danska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í dönsku. Sigurbjartur Ingvar Helgason hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í ensku og Axel Ólafur Pétursson hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í raungreinum.  Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

Brautskráning

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei