Times Higher Education

Áskrift Háskólans í Reykjavík að THE

Times Higher Education logo

Nemendur og starfsmenn hafa núna aðgang að Times Higher Education í gegnum áskrift bókasafnsins.

Með áskrift bókasafnsins getur þú lesið rafrænu greinarnar og skoðað rafrænar útgáfur af vikulega tímaritinu þeirra á vefsíðu THE.

Þessi þjónusta veitir aðgang að daglegum fréttum og vikulegum útgáfum, ásamt því að lesa heildartexta greina frá janúar 2013. Hægt er að leita að eldri greinum.

Hægt er að stilla á tölvupóst sendingar með tilkynningum á nýjum fréttum, fréttabréfum og vikulegu útgáfunum.

Aðgangur að THE er einstaklings aðgangur hvers og eins þar sem RU-netfang er notað (endar á .ru).

Að stofna sig sem notanda

Þú þarft að skrá þig fyrir aðgangi til að nálgast áskrift bókasafnsins.

Ef þú ert að stofna aðgang hjá Times Higher Education í fyrsta skipti skaltu fylgja þessum leiðbeiningum:

  • Inn á vefsíðu Times Higher Education smellir þú á Register (uppi hægra megin fyrir neðan rauða karlinn).
  • Stofnaðu aðgang með ru.is netfanginu þínu og skráðu þig sem nemanda (starfsmenn velja Higher Education Proffessional).
  • Búðu til notandanafn og lykilorð.
  • Smelltu á Join Us.
  • Þú færð sendann tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna.

Þegar þú hefur klárað þetta ferli getur þú innskráð þig með því að smella á Login (uppi hægra megin fyrir neðan rauða karlinn. Hann verður grænn eftir innskráningu).

Að opna rafrænar útgáfur

Rafrænu útgáfurnar eru undir flipanum Professional þar sem þú smellir á Digital Editions.

Þar getur þú skoðað vikulegu blöðin og hlaðið þeim niður til að lesa offline.

Vantar þig aðstoð?

Ef eitthvað er óljóst eða þig vantar aðstoð við að stofna reikningar hjá THE skaltu hafa samband við bókasafnið bokasafn@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei